LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 16:40 LeBron James er á leiðinni inn í sitt 21. tímabil í NBA deildinni AP/Marcio Jose Sanchez LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira