Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn? Mjöll Matthíasdóttir skrifar 3. október 2023 09:00 Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir kennarar, ásamt kollegum um alla Evrópu, nýta fyrstu vikuna í október til að vekja athygli á kennarastarfinu. Hagsmunir og áskoranir kennara um allan heim eru af líkum toga. Fleiri menntaða kennara vantar til starfa og víða er pottur brotinn er kemur að starfsaðstæðum, faglegu sjálfstæði og möguleikum til starfsþróunar. Evrópsku kennarasamtökin, ETUCE, hafa sett fram áherslur í tíu liðum sem allar hljóma kunnuglega í eyrum íslenskra kennara. Ég hvet kennara til að kynna sér lykilþættina 10, leggja orð í belg og segja frá sinni reynslu undir myllumerkinu #kennaravikan. Hér á landi höfum við lögfest að til að nota starfsheitið kennari og starfa við leik-, grunn- eða framhaldsskóla á vegum opinberra aðila, eða við aðra hliðstæða skóla, þurfi leyfisbréf og hæfni sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 95/2019 tóku gildi 1. janúar 2020 og reglugerð nr. 1355/2022 fjallar um almenna og sérhæfða hæfni sem krafist er af kennurum. En er skóli með hæfum og vel menntuðum kennurum raunveruleiki eða bara draumsýn? Alveg eins og íbúum þessa lands fjölgar, þá fjölgar líka nemendum í skólum. Ný hverfi rísa og sem betur fer nýir skólar líka. Það gefur því auga leið að það þarf fleiri kennara. Átak til að fjölga nemum í kennaranámi hefur skilað einhverjum árangri en það dugir samt engan veginn til. Undanfarin ár hefur þurft að gefa fleiri undanþágur frá lögum og ráða leiðbeinendur til starfa í skólum. Það veldur álagi á þá sem fyrir starfa í skólunum. Við sem samfélag verðum að búa þannig um hnútana að börn þessa lands fái gæðamenntun í sínum uppvexti. Treysta þarf fagmennsku kennaranna. Skólar eiga að vera fyrirmyndarvinnustaðir bæði fyrir nemendur og starfsfólk og þar er víða verk að vinna sem rekstraraðilar skóla verða að setja í forgang. Vinnuaðstæður í víðum skilningi eru áhrifaþáttur á gæði skólastarfs. Huga þarf að nemendafjölda og samsetningu námshópa. Heilsuspillandi skólahúsnæði á ekki að líðast en það er því miður víða staðan eins og fréttaflutningur síðustu missera sannar. Úrbætur í þeim efnum þola enga bið. Ein áskorunin sem skólastarfi mætir er fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Ársfundur Félags grunnskólakennara lýsti nýlega yfir miklum áhyggjum vegna skorts á skipulagi, fjármögnun og mönnun sem skólar glíma við vegna fjölgunar nemenda með erlendan bakgrunn. Þær áhyggjur koma frá kennurum sem daglega sinna þessum nemendum. Þeir vilja svo sannarlega sinna þessu verkefni af fagmennsku, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi, en upplifa álag því þá skortir námsefni og bjargir. Árlegt Skólamálaþing Kennarasambands Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn 4. október. Yfirskriftin er „Með opnum örmum; hvernig tökum við sem best á móti nemendum af erlendum uppruna?” Skólamálaþingið verður haldið í Stórholti, sal Kennarasambandsins við Borgartún, en því verður einnig streymt og er upplýsingar að finna á vef KÍ. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun