Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxinum stafa hætta af laxeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 14:45 Frá laxeldi í Patreksfirði. vísir/Einar Árna Fjórtán prósent landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Gallup um viðhorf til laxeldis í opnum sjókvíum. Þrír af hverjum fjórum telja íslenska laxastofninum stafa hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Níu prósent telja að frekar lítil hætta eða allt að engin stafi að villta íslenska laxinum. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“ Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira
Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) fékk Gallup til að vinna könnunina þar sem tæplega 1700 manns víðs vegar um landið voru spurðir í netkönnun. Niðurstöðurnar koma í kjölfar fregna af umhverfisslysi hjá Arctic Fish í Patreksfirði þar sem áætlað er að um 3500 frjóir sex til sjö kílóa eldislaxar hafi sloppið út um göt á sjókvínni. NASF telur að umfang umhverfisslysins hafi ekki orðið að fullu ljóst þegar spurt var. Rúmlega fimmtungur þjóðarinnar hefur ekki sterka skoðun þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Og sér reyndar ekki enn fyrir endann á þessu stærsta mengunarslysi Íslandssögunnar.“ Einnig var spurt hve jákvætt eða neikvætt fólk væri gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum en staðan hefur verið tekin á viðhorfi landsmanna þrisvar áður, í febrúar 2021, ágúst 2021 og síðast í febrúar 2023. 63,5% landsmanna kveðast nú neikvæðir í garð sjókvíaeldis. Í febrúar 2021 voru 33,2% neikvæð í garð sjókvíaeldis, í ágúst 2021 voru 55,6% neikvæð og í febrúar síðastliðinn voru 61,4% neikvæð. Einungis 14% landsmanna eru jákvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Ef aðeins er litið til landsbyggðarinnar eru í dag 56% neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þá var einnig spurt um þrjár fullyrðingar: Hvort banna ætti laxeldi í opnu sjókvíum við Ísland Hvort leyfa ætti áfram laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland Hvort hvorug fullyrðingin kæmist nálægt viðhorfi viðkomandi Síðast var spurt í febrúar síðastliðinn en þá voru 52,4% af þeim sem tóku afstöðu á því að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum við Ísland. Fylgi við þá skoðun hefur aukist í 57,5%. Fækkað hefur lítillega í hópi þeirra sem vilja leyfa laxeldi í opnum sjókvíum áfram úr 22,8% í 20,8%. Fjölgað hefur nokkuð í hópi þeirra sem vilja banna laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup Landssamband veiðifélaga, Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), Icelandic Wildlife Fund, Landvernd umhverfisverndarsamtök og VÁ - Félag um vernd fjarðar hafa í samráði við bændur og landeigendur víða um land boðað til samstöðufundar og mótmæla á Austurvelli laugardaginn 7. október til að krefjast þess að stjórnvöld stöðvi sjókvíaeldi. Innan við tíu prósent landsmanna telja litla sem enga hættu af laxeldi í opnum sjókvíum.Gallup „Á samstöðufundinum munu bændur, landeigendur og náttúruverndarsinnar og aðrir fjölmenna til Reykjavíkur og mótmæla á Austurvelli kl. 15:00. (). Þá hefur einnig verið sett af stað undirskriftarsöfnun af hálfu NASF þar sem þess er krafist að ráðamenn bindi enda á sjókvíaeldi á Íslandi.“
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Sjá meira