Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 07:00 Lausagöngufé í Heimaey hefur gert suma íbúa Vestmanneyjabæjar langþreytta. Féið er til að mynda sagt borða sumarblóm fólks Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. „Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni. Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni.
Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira