Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2023 12:30 Fyrsta stopp Svíþjóð og þaðan til Taílands. Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið. En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira