Gabríel nýr forseti Uppreisnar Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2023 08:27 Gabríel Ingimarsson er nýr forseti Uppreisnar. Uppreisn Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni. Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Gabríel sé 24 ára viðskiptafræðingur og hafi verið virkur í starfi Viðreisnar og Uppreisnar síðastliðin tvö ár. „Hann var um tíma formaður utanríkisnefndar Viðreisnar og tók þátt í málefnaráði Viðreisnar sem fulltrúi alþjóða og utanríkismála. Þá var Draumey Ósk Ómarsdóttir kjörinn varaforseti. Kosið var um fimm meðstjórnendur í framkvæmdastjórn og hlutu kjör þau Emma Ósk Ragnarsdóttir, Einar Geir Jónasson, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Máni Þór Magnason og Stefanía Reynisdóttir,“ segir í tilkynningunni. Nýkjörin stjórn Uppreisnar: Ingunn Rós Kristjándóttir, Gabríel Ingimarsson, Máni Þór Magnason og Einar Geir Jónsson. Neðri röð frá hægri til vinstri - Stefanía Reynisdóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Emma Ósk Ragnarsdóttir.Uppreisn Þar er haft eftir Gabríel að hann sé sannfærður um að frjálslynd stefna sé vel í stakk búin að kljást við brýn málefni samtímans. „Heilbrigðiskerfið hreinlega kallar eftir blönduðum rekstri, fasteignamarkaðurinn er í fjötrum regluverks og útgjaldablæti yfirvalda er komin út fyrir öll velsæmismörk - þrátt fyrir hækkun áfengisgjaldsins - og ungu fólki er sendur reikningurinn. Ég er spenntur að leiða Uppreisn áfram af krafti næsta árið, en falleg fyrirheit eru einskis virði ef þeim fylgir ekki áætlun. Þess vegna verður með mínum fyrstu verkum að hefja stefnumótandi vinnu fyrir félagið og undirbúa okkur fyrir kosningar sem gætu verið á næsta leyti ef marka má uppátæki ýmissa ráðherra hér á síðustu misserum,” segir Gabríel. Árleg Uppreisnarverðlaun veitt Á aðalfundinum voru hin árlegu Uppreisnarverðlaun veitt í sjötta sinn fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi. Annars vegar til einstaklings og hins vegar til fyrirtækis, stofnunar eða samtaka. Ingileif Friðriksdóttir, Natan Kolbeinsson fráfarandi forseti Uppreisnar, og Eyþór Máni Stefánsson verkefnastjóri Hopp.Uppreisn „Einstaklingsverðlaunin voru veitt Ingileif Friðriksdóttur fyrir að auka sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu. Í gegnum Hinseginleikann og viðamikla fræðslu hefur Ingileif verið mikilvæg í baráttunni fyrir frelsi einstaklingsins til að lifa sínu lífi eftir eigin höfði. Uppreisnarverðlaunin í flokki fyrirtækis, stofnunar eða samtaka voru veitt Hopp fyrir framlag sitt til aukins valfrelsis fólks í samgöngum ásamt því að auka samkeppni á leigubílamarkaði. Innkoma Hopp á leigubílamarkaðinn opnaði á samkeppni sem er neytendum ótvírætt til góða. Á rafhlaupahjóla-markaði hefur Hopp rutt brautina fyrir nýjum og skemmtilegum samgöngumáta sem hefur sett nýjan brag á borgina og fjölda annarra sveitarfélaga um land allt. Eyþór Máni Stefánsson, verkefnastjóri Hopp, tók á móti verðlaununum,“ segir í tilkynningunni.
Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira