Bjarni sá ellefti til að segja af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 13:13 Guðmundur Árni Stefánsson, Björgvin G. Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa öll sagt af sér ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira