Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:31 David Beckham setti sig í samband við Harry Maguire og hughreysti hann Vísir/Samsett mynd Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann. Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira
Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Sjá meira