Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2023 17:11 Frá því þegar Júlíus Geirmundsson kom í land á Ísafirði með veika áhofn. Hafþór Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Það er skipstjórinn sem þarf að greiða honum 400 þúsund krónur og 1,8 milljón í málskostnað, en útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar voru sýknaðir í málinu. Áður hafði skipstjórinn verið sviptur réttindum sínum í fjóra mánuði. Mál Júlíusar Geirmundssonar vakti athygli fjölmiðla í október 2020, þegar heimsfaraldurinn stóð yfir. Í dómi Héraðsdóms er stöðunni á skipinu lýst, bæði veikindum áhafnarinnar og samskiptum skipstjórans við umdæmislækni í landi. Á meðal þess sem kemur fram er að þann 28. september 2020 hafi einn skipverji fundið fyrir einkennum, daginn eftir hafi annar veikst og næstu daga hafi þeim fjölgað. Þar á meðal var sjómaðurinn sem fór í mál við skipstjórann. Hann veiktist 2. október og lá veikur í einangrun í sjúkraklefa skipsins í þrjá daga áður en hann sneri aftur til vinnu. Hann segir skipstjórann hafa þrýst á sig að gera það, jafnvel þó skipverjinn hafi ekki talið sig hafa heilsu til. Vegna veikindanna hafi hann fengið aðra skipverja til að sinna líkamlega erfiðustu störfin fyrir sig. Þann 18. október var ákveðið að halda í land og fara með skipverjana í sýnatöku. Fram kemur að 22 af 25 skipverjum hafi fundið fyrir einkennum og samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku sem barst daginn eftir voru 22 af 25 skipverjum annað hvort sýktir af Covid-19 eða með mótefni gegn veirunni. Þar á meðal var sá sem höfðaði málið. Þennan sama dag var greint frá því í fjölmiðlum að skipið væri að snúa í land þar sem að meirihluti skipverja væri smitaður. Málið varðaði hvort skipstjórinn, útgerðarstjórinn og framkvæmdastjórinn hefðu valdið skipverjanum tjóni með gáleysi sínu. Í dómnum segir að fyrir liggi trúverðug gögn um að dvöl sjómannsins í skipinu, á meðan hann var veikur, hafi haft alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Skipstjórinn bar meðal annars fyrir sig að ekki væri hægt að sanna það að hann væri ábyrgur fyrir því að skipverjinn hafi smitast. Hann hafi þess vegna hafa getað smitast áður en hann fór um borð í skipinu. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að skipstjórinn hafi sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ gagnvart heilsu skipverjans, enda hafi verið alþekkt í samfélaginu á þessum tíma að Covid-19 veikindi gætu hæglega þróast til verri vegar. Ábyrgð hans hafi ekki falist í að smita skipverjann, heldur bar hann ábyrgð á að sjómaðurinn hafi verið veikur í skipinu í um það bil átján daga, þar sem hann hafi meðal annars unnið. Hvað varðar mál útgerðarstjóra og framkvæmdastjórans segir í héraðsdómi að fyrir liggi í sjómannalögum að það sé skipstjóri sem sé ábyrgur fyrir skipverjum sínum þegar þeir séu um borð. Það sé ekki á valdi útgerðarstjóra og framkvæmdastjóra að grípa inn í mál sem þessi. Þar af leiðandi voru þeir sýknaðir.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira