Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 14:01 Margir hafa reynt að smygla fíkniefnum fram hjá tollvöðrum í Leifsstöð það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira