Handtökuskipun gefin út á hendur Sturridge vegna vangoldinna fundarlauna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2023 17:45 Daniel Sturridge lék á sínum tíma með Liverpool. Quality Sport Images/Getty Images Handtökuskipun hefur verið gefin út í Los Angeles í Bandaríkjunum á hendur Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanns Liverpool, Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu. Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira