„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 20:53 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir ekki hægt að deila um að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gasaströndinni af Ísraelsmönnum. Vísir/Arnar Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. „Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
„Ísraelsmenn hafa ekki virt alþjóðalög í samskiptum sínum við Palestínumenn. Fyrir því eru dómar alþjóðadómstóla og aðrar heimildir. Þetta geta þeir gert vegna þess að þeir eru í skjóli Bandaríkjamanna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður. Ísraelsmenn hafa lokað á rafmagn og vatn til Gasastrandarinnar og þar að auki lokað landamærastöðvum sínum alveg þannig að hvorki fer þangað matur eða eldsneyti, né fólk til eða frá ströndinni. „Að svelta þá til bana eða uppgjafar er stríðsglæpur, það fer ekki á milli mála,“ segir Ragnar. Minnst níu starfsmenn sameinuðu þjóðanna og nokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag. Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis vildi ekki svara því í viðtali við fréttastofu í dag hvort hún teldi þetta stríðsglæp, eins og segir í Genfarsáttmálanum. Ragnar segir engan vafa á að þetta teljist stríðsglæpum en skýrt sé af orðum íslenskra stjórnmálamanna að þeir fylgi Bandaríkjamönnum í þessum málum. „Utanríkisráðherra talaði eins og forseti Bandaríkjanna hafði gert þegar hann sagði að Ísraelsmenn ættu rétt á að verja sig, þá sagði utanríkisráðherra Íslands það nákvæmlega sama. Þaðan er línan sótt.“ Hann segir gæta tvískinnungs hjá ráðamönnum Vesturlanda sem hafi hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma strísglæpi Rússa í Úkraínu. „Sama virðist ekki eiga við aðferðir Ísraelsmanna á Gasa og þetta er náttúrulega heimildalaus tvískinnungur,“ segir Ragnar. Heldurðu að við séum að horfa upp á þjóðernishreinsun og jafnvel þjóðarmorð? „Já, ég held að að því sé stefnt að fremja þannig glæp gegn mannkyninu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Börn en ekki pólitík Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. 13. október 2023 16:00
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. 13. október 2023 12:57
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11