Frekari sala í Íslandsbanka geti ekki farið fram með Sjálfstæðisflokk í forystu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 12:25 Formenn Viðreisnar og Framsóknarflokks tókust á um efnahagsmálin og stöðu ríkisstjórnarinnar í Sprengisandi í morgun. Þorgerður Katrín vill að Vinstri græn eða Framsókn sjái um áframhaldandi sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, sagði mikilvægt að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar vinni í sameiningu á háu vaxtastigi og verðbólgu á Íslandi. Hann sagði ríkisstjórnina meðvitaða um að þetta væru stærstu verkefnin fram undan og að þau hefðu axlað ábyrgð með því að breyta skipan ríkisstjórnar í síðustu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigurður Ingi voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag. Þau byrjuðu á því að tala um ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að hætta sem fjármálaráðherra. Þorgerður sagði að hennar mati hefði verið betra að embættið hefði verið fært til þingmanns í annað hvort flokki Framsóknar eða Vinstri grænna. „Fráfarandi fjármálaráðherra skilur ekkert eftir sérstakt bú,“ sagði Þorgerður Katrín um Bjarna og að arfleifð hans „væri ekkert sérstök“ í fjármálaráðuneytinu. Spurningum um verkefnin ósvarað Hún sagði spurningum um stór verkefni innan ríkisstjórnarinnar enn ósvarað. Það sem hefði komið fram í gær væri að ríkisstjórnin væru „mjög peppuð“ sem væri vel, en það þyrfti meira. Kristján spurði Sigurð Inga hvort ríkisstjórnin tæki ekki álit umboðsmanns alvarlega. Hann sagðist sammála niðurstöðu Bjarna í þessu máli, að hann gæti ekki lengur starfað sem fjármálaráðherra, og að viðbrögð hans séu skýr og hann axli ábyrgð með því að hætta. Hann sagði Þorgerði Katrínu djarfa, sem fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé of tengdur fjármálakerfinu og geti því ekki stjórnað klárað söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann telji Vinstri græn eða Framsókn alveg geta það en í grunninn treysti hann ríkisstjórninni til að gera það. „Ég treysti einfaldlega ríkisstjórninni til þessa verkefnis,“ sagði Sigurður. Þorgerður svaraði því og sagði gott að tala um reynslu, bæði slæma og góða. Hún fagnaði því að Sigurður Ingi væri loks kominn til leiks og sagði atburðarás vikunnar sýna að Framsókn væri „auka hjól undir vagni ríkisstjórnarinnar“. „Hann virtist koma algerlega af fjöllum formaður Framsóknarflokksins um framvinduna, en gott og vel, hann vill þá bara nota stjórnarandstöðuna til að kveikja og vekja sig,“ sagði Þorgerður Katrín Hún sagði áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki geta farið fram á meðan Sjálfstæðisflokkurinn væri enn í fjármálaráðuneytinu og gagnrýndi að það væri í raun ekkert verið að reyna að læra af áliti umboðsmanns. „Það skiptir svo miklu máli að reyna að læra af reynslunni,“ sagði hún. Stólaskipti rándýrrar ríkisstjórnar Þau ræddu einnig erfiða stöðu bænda í háu vaxtastigi og mikinn fjármagnskostnað sem til dæmis hamli nýliðun í greininni. „Þetta er það sem við verðum að reyna að horfast í augu við í samfélaginu. Að þessi rándýra ríkisstjórn, sem að gerir ekki annað en að fara í stólaskipti. Það var bent á það í gær að það væri eins og hún væri að setja sig í öndunarvél næstu tvö árin. Gott og vel, en þetta er dýrt fyrir samfélagið.“ Eftir að ræddi hún erfiða fjárhagsstöðu almennings og að það væri vegna verka ríkisstjórnarinnar. Það þyrfti að bregðast við þessu og taka ákvarðanir. Hún fengi reglulega pósta frá fólki sem hafi áhyggjur af börnunum sínum. Afborganir húsnæðislána þeirra séu að fara úr 150 þúsund í 350 þúsund og þau ráði ekki við það „Þetta eru kennarar. Þetta eru rafvirkjar og hjúkrunarfólk. Það getur ekki staðið í þessu,“ sagði hún og að auk þess væri matarkarfan hér sú hæsta í Evrópu. Bongóblíða hjá ríkisstjórninni „Allt þetta hefur gerst á vakt þessarar ríkisstjórnar og það er bara bongóblíða hjá ríkisstjórninni. Sigurður Ingi segir bara: Þorgerður, sérðu ekki veisluna sem við höfum búið við?“ sagði Þorgerður og að ríkisstjórnin þyrfti að ganga til verka í fleiri málum, eins og orkumálum. Þau ræddu svo ítarlega vaxtastig í landinu, háa verðbólgu og erfiða stöðu almennings og voru ósammála bæði um stöðuna og þær aðgerðir sem hefði verið gripið til núna og í tíð ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi vísaði málflutningi Þorgerðar Katrínar um að hér væri allt hræðilegt á bug og benti á góðan afgang ríkissjóðs síðustu tvö árin. „Ég sagði aldrei að það væri veisla. Ég sagði bara í hlutfalli við önnur ríki þar sem menn eru kljást við meiri afleiðingar af heimsfaraldri vegna þess að þeir gerðu ekki eins vel og við,“ sagði Sigurður og að stríðið í Úkraínu hefði auk þess meiri áhrif annars staðar en hér. Þess vegna væru okkar áskoranir minni en annarri þjóða. Kaupmáttur væri meiri og atvinnuleysi minna. En verðbólgan væri orðin of há, en væri sjálfkeyrandi hér innanlands og það væri hægt að taka á henni hér. Hann sagðist þó sammála Þorgerði um eitt og að það væri að Ísland væri að borga of háa vaxtagjöld og að hægt væri að gera betur. Ísland væri í sama flokki og lönd sem eru við það að verða gjaldþrota og þetta væri liður sem væri sá þriðji stærsti í fjárlögum. „Við ættum að vera komin með allt annað vaxtastig með þetta fjölbreytta hagkerfi sem við erum komin með í dag. Það er ekki einhæft eins og það var fyrir 30 til 40 árum,“ sagði Sigurður Ingi og að hann vilji leggja meiri áherslu á þetta. Það skipti máli fyrir afkomuna og umræðuna í þinginu. Þau ræddu einnig stöðuna á húsnæðismarkaði í tengslum við þenslu en eitt af markmiðum ráðuneytis Sigurðar Inga er að byggja meira. Hann sagði það erfitt í núverandi vaxtastigi en að það væri verið að byggja undir viðkvæma hópa á viðráðanlegu verði. Þannig væri markaðurinn gerður betri fyrir þau tekjulægstu. Þorgerður Katrín sagði að það þyrfti að fara nýjar leiðir svo að barnabörn þeirra myndu ekki búa við margfalt hærri vexti en löndin í kringum þau. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni hér að ofan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 „Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. 12. október 2023 11:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, sagði mikilvægt að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar vinni í sameiningu á háu vaxtastigi og verðbólgu á Íslandi. Hann sagði ríkisstjórnina meðvitaða um að þetta væru stærstu verkefnin fram undan og að þau hefðu axlað ábyrgð með því að breyta skipan ríkisstjórnar í síðustu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Sigurður Ingi voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í dag. Þau byrjuðu á því að tala um ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins að hætta sem fjármálaráðherra. Þorgerður sagði að hennar mati hefði verið betra að embættið hefði verið fært til þingmanns í annað hvort flokki Framsóknar eða Vinstri grænna. „Fráfarandi fjármálaráðherra skilur ekkert eftir sérstakt bú,“ sagði Þorgerður Katrín um Bjarna og að arfleifð hans „væri ekkert sérstök“ í fjármálaráðuneytinu. Spurningum um verkefnin ósvarað Hún sagði spurningum um stór verkefni innan ríkisstjórnarinnar enn ósvarað. Það sem hefði komið fram í gær væri að ríkisstjórnin væru „mjög peppuð“ sem væri vel, en það þyrfti meira. Kristján spurði Sigurð Inga hvort ríkisstjórnin tæki ekki álit umboðsmanns alvarlega. Hann sagðist sammála niðurstöðu Bjarna í þessu máli, að hann gæti ekki lengur starfað sem fjármálaráðherra, og að viðbrögð hans séu skýr og hann axli ábyrgð með því að hætta. Hann sagði Þorgerði Katrínu djarfa, sem fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé of tengdur fjármálakerfinu og geti því ekki stjórnað klárað söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann telji Vinstri græn eða Framsókn alveg geta það en í grunninn treysti hann ríkisstjórninni til að gera það. „Ég treysti einfaldlega ríkisstjórninni til þessa verkefnis,“ sagði Sigurður. Þorgerður svaraði því og sagði gott að tala um reynslu, bæði slæma og góða. Hún fagnaði því að Sigurður Ingi væri loks kominn til leiks og sagði atburðarás vikunnar sýna að Framsókn væri „auka hjól undir vagni ríkisstjórnarinnar“. „Hann virtist koma algerlega af fjöllum formaður Framsóknarflokksins um framvinduna, en gott og vel, hann vill þá bara nota stjórnarandstöðuna til að kveikja og vekja sig,“ sagði Þorgerður Katrín Hún sagði áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki geta farið fram á meðan Sjálfstæðisflokkurinn væri enn í fjármálaráðuneytinu og gagnrýndi að það væri í raun ekkert verið að reyna að læra af áliti umboðsmanns. „Það skiptir svo miklu máli að reyna að læra af reynslunni,“ sagði hún. Stólaskipti rándýrrar ríkisstjórnar Þau ræddu einnig erfiða stöðu bænda í háu vaxtastigi og mikinn fjármagnskostnað sem til dæmis hamli nýliðun í greininni. „Þetta er það sem við verðum að reyna að horfast í augu við í samfélaginu. Að þessi rándýra ríkisstjórn, sem að gerir ekki annað en að fara í stólaskipti. Það var bent á það í gær að það væri eins og hún væri að setja sig í öndunarvél næstu tvö árin. Gott og vel, en þetta er dýrt fyrir samfélagið.“ Eftir að ræddi hún erfiða fjárhagsstöðu almennings og að það væri vegna verka ríkisstjórnarinnar. Það þyrfti að bregðast við þessu og taka ákvarðanir. Hún fengi reglulega pósta frá fólki sem hafi áhyggjur af börnunum sínum. Afborganir húsnæðislána þeirra séu að fara úr 150 þúsund í 350 þúsund og þau ráði ekki við það „Þetta eru kennarar. Þetta eru rafvirkjar og hjúkrunarfólk. Það getur ekki staðið í þessu,“ sagði hún og að auk þess væri matarkarfan hér sú hæsta í Evrópu. Bongóblíða hjá ríkisstjórninni „Allt þetta hefur gerst á vakt þessarar ríkisstjórnar og það er bara bongóblíða hjá ríkisstjórninni. Sigurður Ingi segir bara: Þorgerður, sérðu ekki veisluna sem við höfum búið við?“ sagði Þorgerður og að ríkisstjórnin þyrfti að ganga til verka í fleiri málum, eins og orkumálum. Þau ræddu svo ítarlega vaxtastig í landinu, háa verðbólgu og erfiða stöðu almennings og voru ósammála bæði um stöðuna og þær aðgerðir sem hefði verið gripið til núna og í tíð ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi vísaði málflutningi Þorgerðar Katrínar um að hér væri allt hræðilegt á bug og benti á góðan afgang ríkissjóðs síðustu tvö árin. „Ég sagði aldrei að það væri veisla. Ég sagði bara í hlutfalli við önnur ríki þar sem menn eru kljást við meiri afleiðingar af heimsfaraldri vegna þess að þeir gerðu ekki eins vel og við,“ sagði Sigurður og að stríðið í Úkraínu hefði auk þess meiri áhrif annars staðar en hér. Þess vegna væru okkar áskoranir minni en annarri þjóða. Kaupmáttur væri meiri og atvinnuleysi minna. En verðbólgan væri orðin of há, en væri sjálfkeyrandi hér innanlands og það væri hægt að taka á henni hér. Hann sagðist þó sammála Þorgerði um eitt og að það væri að Ísland væri að borga of háa vaxtagjöld og að hægt væri að gera betur. Ísland væri í sama flokki og lönd sem eru við það að verða gjaldþrota og þetta væri liður sem væri sá þriðji stærsti í fjárlögum. „Við ættum að vera komin með allt annað vaxtastig með þetta fjölbreytta hagkerfi sem við erum komin með í dag. Það er ekki einhæft eins og það var fyrir 30 til 40 árum,“ sagði Sigurður Ingi og að hann vilji leggja meiri áherslu á þetta. Það skipti máli fyrir afkomuna og umræðuna í þinginu. Þau ræddu einnig stöðuna á húsnæðismarkaði í tengslum við þenslu en eitt af markmiðum ráðuneytis Sigurðar Inga er að byggja meira. Hann sagði það erfitt í núverandi vaxtastigi en að það væri verið að byggja undir viðkvæma hópa á viðráðanlegu verði. Þannig væri markaðurinn gerður betri fyrir þau tekjulægstu. Þorgerður Katrín sagði að það þyrfti að fara nýjar leiðir svo að barnabörn þeirra myndu ekki búa við margfalt hærri vexti en löndin í kringum þau. Viðtalið er lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni hér að ofan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 „Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. 12. október 2023 11:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
„Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. 12. október 2023 11:02