Pólitísk fátækt Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar