Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 11:32 Rússar eru sagðir hafa misst Ka-52 árásarþyrlur, sem eru meðal háþróuðustu hergagna Rússlands. Getty/Andia Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22
Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00