Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 10:41 Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir brunann þar sem hann lést af sárum sínum. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar. Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Eldurinn kviknaði í herbergi á neðri hæð hússins, sem er tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Slökkvistarf gekk vel en það tók slökkvilið um klukkustund að slökkva eldinn. Þrír slösuðust í brunanum, einn alvarlega. Sá var inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans skömmu síðar. Hinir hlutu annars vegar brunasár og reykeitrun en hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum Eiríkur Valberg, hjá miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að eldsupptök liggi ekki fyrir. Aðspurður segir hann að það sé ekki hægt að útiloka saknæmt athæfi, eins og íkveikju. Meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. Myndavélar eru bæði utandyra og inni í húsinu, en Eiríkur segir að þær hafi skemmst í brunanum en verið sé að vinna í að endurheimta myndefni. Áfallateymi Rauða krossins veitti íbúum hússins sálrænan stuðning og leiðbeiningar á meðan slökkvistarf stóð yfir.Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks, mest pólskir verkamenn, búa í húsinu. Funahöfði 7 er ekki skráð íbúðarhúsnæði heldur skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, að slökkviliðið hefði gert úttekt á húsnæðinu í apríl á þessu ári. Eigendur hafi brugðist vel við ábendingum og gert úrbætur á brunavörnum. „Ef við horfum á allar staðreyndir, bruninn var í einu brunahólfi, það var ekki mikil reykútbreiðsla og viðvörunarkerfi fór í gang. Það eru allavega jákvæðar fréttir við þennan annars hræðilega atburð,“ sagði Jón Viðar.
Bruni á Funahöfða Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði 17. október 2023 19:55
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09