Stóru viðskiptabankarnir þrír lokaðir á morgun Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 16:35 Landsbankinn, Íslandsbanki, og Arion banki munu loka útibúum sínum vegna kvennaverkfallsins. Vísir Landsbankinn og Íslandsbanki munu loka útibúum sínum um allt land vegna kvennaverkfallsins á morgun. Fyrr í dag var greint frá því að Arion banki myndi loka af sömu ástæðu. Þar af leiðandi verða útibú stóru viðskiptabankanna þriggja lokuð. Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst. Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans er bent á að 81 prósent starfsfólks bankans séu konur og að margar þeirra muni taka þátt í verkfallinu á morgun og leggja niður störf allan daginn. Útibú og afgreiðslur bankans verði því lokaðar en þjónustuver og netspjall á vef bankans verði opið, en fáliðað. Samskonar tilkynningu er að finna á vef Íslandsbanka. „Íslandsbanki leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa nokkur áhrif á þjónustustig bankans,“ segir þar. Þó verður eitt útibú Íslandsbanka opið, en það er í Norðurturni í Kópavogi. Þá er tekið fram að einhver þjónusta bankans verði opin, en að búast megi við meiri bið eftir þjónustu. Fyrr í dag var greint frá því að útbúum Arion-banka yrði lokað vegna verkfallsins. Í yfirlýsingu bankans kom fram að sextíu prósent starfsfólks bankans væru konur. „Með því að leggja niður störf taka þær þátt í kvennaverkfallinu og mótmæla vanmati á störfum kvenna ásamt kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og kvárum,“ sagði í tilkynningunni þar sem jafnframt er fullyrt að bankinn styðji umrætt framtak og muni því loka öllum útibúum bankans. Þá kom fram að þjónustuver bankans verði opið, en fáliðað og að þjónusta verði því skert og að það sama megi segja um netspjall og samskipti gegnum tölvupóst.
Íslenskir bankar Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn Kvennaverkfall Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira