Svarar tröllunum og segir soninn bara með stóran heila Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 23:54 Phoenix Barron er aðeins níu mánaða en hefur þrátt fyrir það fengið sinn skerf af háði og spotti frá netverjum. Instagram Paris Hilton svaraði nettröllum sem hafa gert grín að höfuðstærð sonar hennar. Að sögn Hilton er hinn níu mánaða Phoenix heilbrigður en með stóran heila. Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram Hollywood Bandaríkin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira