Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 22:22 Svifflugur Þjóðverja á Sandskeiði sumarið 1938. Svifflugfélag Íslands Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum. Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57
Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05