Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 09:01 Orri Steinn Óskarsson í leiknum í gær en til hliðar sést Andre Onana verja vítið. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira