Tuttugu milljónir í bætur eftir uppsögn í skugga eineltismáls Árni Sæberg skrifar 27. október 2023 16:43 Konan starfaði á bæjarskrifstofu Kópavogsbæjar í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns. Í dómi Landsréttar, þar sem niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er staðfest, segir að konan hafi byggt á því að Kópavogur hefði brotið gegn rétti hennar með því að tengja uppsögn hennar ætluðum skipulagsbreytingum án þess að bjóða henni tilfærslu í starfi þegar þeim var hrundið í framkvæmd. Þá hafi hún talið að hin raunverulega ástæða uppsagnarinnar hafi verið kvörtun um einelti hennar gagnvart tilteknum starfsmanni og úttekt sálfræði- og ráðgjafarstofu í tilefni af kvörtuninni, en niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt henni á sama fundi og henni var sagt upp. Niðurstaðan var sú að konan hefði gerst sek um einelti í sex tilvikum af fjórtán sem voru rannsökuð. Hún hafi byggt á því að málsmeðferð eineltiskvörtunarinnar hafi verið ólögmæt, en henni hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um ávirðingarnar. Því til viðbótar hafi rannsókninni aldrei verið formlega lokið. Loks hafi hún byggt á því að horft hefði verið fram hjá henni með ólögmætum hætti við ráðningu í tvær nýjar stöður hjá Kópavogsbæ. Eineltið hafi engu máli skipt Kópavogsbær hafi aftur á móti byggt á því að ástæður uppsagnar konunnar hafi verið skipulagsbreytingar hjá bænum og að engin sambærileg störf hafi komið til greina fyrir konuna eftir þær breytingar. Rannsókn á eineltiskvörtun gegn henni hafi ekki haft neina þýðingu við ákvörðun um uppsögn. Ekki hefði verið þörf á að ljúka meðferð eineltiskvörtunarinnar þar sem henni hafði verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna hvort sem er. Þá hefðu ákvarðanir bæjarins um ráðningu í tvær nýjar stöður verið réttmætar og málefnalegar. Hrakti ekki að svört skýrsla vegna eineltis hafi skipt máli Í niðurstöðukafla dómsins segir þótt hafa verið sýnt fram á að ákvörðun bæjarins um skipulagsbreytingar hafi byggst á mati bæjarins á því hvaða breytinga væri þörf í því skyni að hagræða í rekstri hans. Hins vegar hafi bærinn ekki þótt hafa fært fram viðhlítandi rök eða gögn til stuðnings því að ekki hafi verið unnt að færa konuna til í aðra af sambærilegum stöðum sem urðu til í kjölfar skipulagsbreytinganna og að óhjákvæmilegt hafi verið að segja henni upp störfum. Væri uppsögnin því ólögmæt. Þá væri bærinn ekki talinn hafa hrakið þá málsástæðu konunnar að eineltiskvörtunin og niðurstöður skýrslu sálfræðistofunnar hafi að minnsta kosti átt þátt í að henni var ekki boðið annað starf í kjölfar skipulagsbreytinga. Því væri fallist á að meðferð eineltismálsins hefði verið ábótavant og að bærinn hefði brotið gegn þremur málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Fór fram á 45 milljónir króna Loks var rakið að þrátt fyrir talsvert svigrúm bæjarins til þess að ákveða hvaða sjónarmið skyldu lögð til grundvallar við ráðningu í nýjar stöður í kjölfar skipulagsbreytinga væri fallist á, að virtum atvikum málsins í heild, að sömu ómálefnalegu ástæður hefðu ráðið því að konan hlaut ekki starf í ráðningarferlinu og réðu því að henni voru ekki boðin störfin við fyrrgreindar skipulagsbreytingar. Voru konunni því dæmdar samtals 20.162.000 krónur í skaða-og miskabætur, auk dráttarvaxta. Konan hafði farið fram á ríflega 45 milljónir króna, 41 milljón í skaðabætur vegna beins fjártjóns, fjórar milljónir í miskabætur og 162 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar. Bæði héraðsdómur og Landsréttur mátu fjártjón konunnar á átján milljónir króna hæfilegar miskabætur tvær milljónir. Þá var fallist á kröfu vegna útlagðs kostnaðar. Þá var bærinn dæmdur til þess að greiða konunni 2,4 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við 4,03 milljónir króna í málskostnað í héraði. Kópavogur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Í dómi Landsréttar, þar sem niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness er staðfest, segir að konan hafi byggt á því að Kópavogur hefði brotið gegn rétti hennar með því að tengja uppsögn hennar ætluðum skipulagsbreytingum án þess að bjóða henni tilfærslu í starfi þegar þeim var hrundið í framkvæmd. Þá hafi hún talið að hin raunverulega ástæða uppsagnarinnar hafi verið kvörtun um einelti hennar gagnvart tilteknum starfsmanni og úttekt sálfræði- og ráðgjafarstofu í tilefni af kvörtuninni, en niðurstaða úttektarinnar hafi verið kynnt henni á sama fundi og henni var sagt upp. Niðurstaðan var sú að konan hefði gerst sek um einelti í sex tilvikum af fjórtán sem voru rannsökuð. Hún hafi byggt á því að málsmeðferð eineltiskvörtunarinnar hafi verið ólögmæt, en henni hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um ávirðingarnar. Því til viðbótar hafi rannsókninni aldrei verið formlega lokið. Loks hafi hún byggt á því að horft hefði verið fram hjá henni með ólögmætum hætti við ráðningu í tvær nýjar stöður hjá Kópavogsbæ. Eineltið hafi engu máli skipt Kópavogsbær hafi aftur á móti byggt á því að ástæður uppsagnar konunnar hafi verið skipulagsbreytingar hjá bænum og að engin sambærileg störf hafi komið til greina fyrir konuna eftir þær breytingar. Rannsókn á eineltiskvörtun gegn henni hafi ekki haft neina þýðingu við ákvörðun um uppsögn. Ekki hefði verið þörf á að ljúka meðferð eineltiskvörtunarinnar þar sem henni hafði verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna hvort sem er. Þá hefðu ákvarðanir bæjarins um ráðningu í tvær nýjar stöður verið réttmætar og málefnalegar. Hrakti ekki að svört skýrsla vegna eineltis hafi skipt máli Í niðurstöðukafla dómsins segir þótt hafa verið sýnt fram á að ákvörðun bæjarins um skipulagsbreytingar hafi byggst á mati bæjarins á því hvaða breytinga væri þörf í því skyni að hagræða í rekstri hans. Hins vegar hafi bærinn ekki þótt hafa fært fram viðhlítandi rök eða gögn til stuðnings því að ekki hafi verið unnt að færa konuna til í aðra af sambærilegum stöðum sem urðu til í kjölfar skipulagsbreytinganna og að óhjákvæmilegt hafi verið að segja henni upp störfum. Væri uppsögnin því ólögmæt. Þá væri bærinn ekki talinn hafa hrakið þá málsástæðu konunnar að eineltiskvörtunin og niðurstöður skýrslu sálfræðistofunnar hafi að minnsta kosti átt þátt í að henni var ekki boðið annað starf í kjölfar skipulagsbreytinga. Því væri fallist á að meðferð eineltismálsins hefði verið ábótavant og að bærinn hefði brotið gegn þremur málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. Fór fram á 45 milljónir króna Loks var rakið að þrátt fyrir talsvert svigrúm bæjarins til þess að ákveða hvaða sjónarmið skyldu lögð til grundvallar við ráðningu í nýjar stöður í kjölfar skipulagsbreytinga væri fallist á, að virtum atvikum málsins í heild, að sömu ómálefnalegu ástæður hefðu ráðið því að konan hlaut ekki starf í ráðningarferlinu og réðu því að henni voru ekki boðin störfin við fyrrgreindar skipulagsbreytingar. Voru konunni því dæmdar samtals 20.162.000 krónur í skaða-og miskabætur, auk dráttarvaxta. Konan hafði farið fram á ríflega 45 milljónir króna, 41 milljón í skaðabætur vegna beins fjártjóns, fjórar milljónir í miskabætur og 162 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar. Bæði héraðsdómur og Landsréttur mátu fjártjón konunnar á átján milljónir króna hæfilegar miskabætur tvær milljónir. Þá var fallist á kröfu vegna útlagðs kostnaðar. Þá var bærinn dæmdur til þess að greiða konunni 2,4 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti í ofanálag við 4,03 milljónir króna í málskostnað í héraði.
Kópavogur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira