Tannlæknir fer alla leið á hrekkjavökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2023 20:04 Sverrir Örn, tannlæknir á Selfossi, sem fer alla leið með hrekkjavökuna á morgun í húsi fjölskyldunnar við Kjarrhóla 8. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknir á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að skreyta húsið sitt fyrir hrekkjavökuna annað kvöld. Það tekur hann um viku að koma öllu upp en uppblásnar dúkkur og blóðugar grímur eru hluti af leikmununum, auk þess sem húsið blikkar allt í ljósum. Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi. Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Hér erum við að tala um húsið í Kjarrhólum 8 þar sem Sverrir Örn Hlöðversson, tannlæknir og fjölskylda búa. Tannlæknirinn er búin að eyða öllum stundum eftir vinnu í bílskúrnum síðustu daga við að gera allt klárt fyrir morgundaginn en opið hús verður hjá fjölskyldunni frá 18:00 til 20:00 þar sem öll börn eru velkomin, hvort sem þau vilja koma ein eða með foreldrum í heimsókn og upplifa hrekkjavökuævintýrið í húsinu. „Það þarf að nota þetta drasl, sem er til. Þá vantar bara nokkrar dúkkur og eitthvað þannig. Meirihlutinn af einhverjum ljósum og drasli er til og svo bara að búa sér til eitthvað tilefni til að vera með eitthvað vesen,” segir Sverrir Örn. Sverrir fer alla leið með hrekkjavökuna hvort sem það er inn í bílskúr eða fyrir utan húsið. Hér er mikill metnaður á ferðinni. „Krakkarnir fara í gegnum göng inn í helli. Þá verður fullt af skrýtnum málverkum. Sum breytast og sum eru lifandi og eitthvað svona skrýtið. Svo ganga þau í gegnum einhverja ranghala og göng. Þetta er köngulóaþema, svo eru það spörfuglarnir hrafnarnir, pöddur og draugar og einhver djöfulgangur,” segir Sverrir Örn spenntur fyrir morgundeginum. „Þetta eru jólin,” bætir hann við. Opið verður í Kjarrhólunum á milli 18:00 og 20:00 morgun, 31. október. Sjón er sögu ríkari. Líkt og síðustu ár verður gengið í hús á Selfossi á þessum tíma. Húsin verða merkt með því að kveikja á kerti, lukt eða öðru slíku fyrir utan.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir konan á heimilinu yfir öllu þessu tilstandi hjá manni hennar? „Þetta er bara mjög flott, þetta verður geggjað.” Og hvernig er að eiga svona skrýtin karl? „Það er bara mjög gaman en það er krefjandi á köflum,” segir Halla Marinósdóttir skellihlæjandi.
Árborg Hrekkjavaka Grín og gaman Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira