Óskað eftir endurflutningi ráðherra Sandra B. Franks skrifar 5. nóvember 2023 09:00 Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sandra B. Franks Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“. Ég veit ekki hversu margar greinar og ræður ég hef flutt um þetta efni. Flutt ákall til stjórnvalda um aðgerðir. Aftur og aftur tala þessi sömu stjórnvöld um að kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður sé eitt brýnasta jafnréttis- og mannréttindamál okkar tíma. En svo gerist ekkert. Með þessu aðgerðarleysi stjórnvalda er ekki einungis verið að brjóta kerfisbundið á lögbundnum réttindum kvenna, heldur er einnig verið að hafa af okkur peninga, ígildi heillar íbúðar á starfsævi sjúkraliða. Mörgum munar um minna. Tækifærið er núna Við sjúkraliðar höfum ekki bara kallað hátt á torgum úti og sungið gamla slagara. Við höfum einnig lagt fram tillögur um mögulegar aðgerðir. Ein þeirra er í gegnum stofnanasamninga, sem er kjörin leið til að uppræta kynbundnum launamun. Nýverið tóku forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra undir að aðgerða væri þörf við að „uppræta kynbundinn launamun“ og „endurmeta virði kvennastétta“. Gott og vel. Nú er lag frú forsætisráðherra og herra vinnumarkaðsráðherra. Hvernig ætli þið að gera þetta? Hvernig væri að þið tækjuð upp þennan gamla slagara okkar sjúkraliða og endurflytjið boðskapinn til stjórnenda stofnana til að bæta kjör kvennastétta í gegnum áðurnefnda stofnanasamninga? Ef það strandar á fjármagni þá er fjárlagafrumvarpið enn opið. Annað eins hefur ratað í fjáraukalög af mun minna tilefni. Það er erfitt fyrir konur og okkur sjúkraliða að bíða endalaust eftir enn einni nefndinni, á meðan þessi tiltekna og raunhæfa aðgerð stendur nú þegar til boða. Fögur orð um að uppræta þurfi kynbuninn launamun og endurmeta virði kvennastétta rata ekki í veski sjúkraliða. Aðgerðir eins og aukið fjármagn í stofnanasamninga gera það hins vegar. Sömuleiðis aðgerðir eins og „kvenna-kjarasamningar“ og launamyndunarkerfi byggðar á hugmyndafræði STARFSMATS gerir það einnig. Þessar þrjár aðgerðir eru vel færar á þessum tímapunkti. Ráðamenn þjóðarinnar eiga ekki að geta vikið sér undan því að fylgja lögum og tryggja jöfn kjör fyrir öll kyn. Kerfisbundið misrétti á ekki að vera í boði stjórnvalda. Höfundur formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar