Ásgeir Trausti og fíllinn í postulínsbúðinni Jónas Sen skrifar 6. nóvember 2023 08:51 Ásgeir Trausti Einarsson kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í Hörpu og flutti lög eftir sjálfan sig. Hljómsveitarstjóri var Anthony Weeden. Tónleikarnir fóru fram 3. nóvember. Jónas Sen Ásgeir Trausti kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Anthony Weeden á Airwaves í Eldborginni í Hörpu á föstudagskvöldið. Það var svona og svona. Hann sjálfur er frábær tónlistarmaður. Kannski mætti finna að því að tónlist hans er öll dálítið keimlík, en sama má reyndar segja um sinfóníurnar eftir Mozart. Ein sinfónía eftir hann á afar margt sameiginlegt með þeirri næstu. Höfundareinkenni tónlistar Ásgeirs Trausta eru sterk, laglínurnar eru einfaldar og grípandi, hljómagangurinn hófsamur, stemningin innhverf. Tónlistin er alltaf falleg, draumkennd, viðkvæm, jafnvel brothætt. Ásgeir Trausti söng líka prýðilega á tónleikunum. Hann hefur bjarta rödd og syngur ekki beinlínis í falsettu, en það er ekki langt frá því. Hann muldrar eilítið orðin, og það er ekkert auðvelt að skilja hann þegar hann syngur. En andrúmsloftið er ávallt grípandi og það er það sem skiptir máli. Þar eru töfrarnir. Sinfó ekki á réttum stað Á tónleikunum var tónlist Ásgeirs Trausta eins og fínleg postulínsdúkka og í samanburðinum var Sinfóníuhljómsveit Íslands eins og einhver hlunkur og eyðilagði þetta allt saman. Með fullri virðingu fyrir hljómsveitinni, sem hefur gert margt frábært á ferlinum og er án efa einn af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs. Við værum villimannaþjóð ef við hefðum ekki sinfóníuhljómsveit. En þarna var hún bara ekki á réttum stað. Hljómsveitarútsetningarnar voru eftir Samúel Jón Samúelsson, Veigar Margeirsson, Harald Vigni Sveinbjörnsson, Fionu Brice, Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur og Þórð Magnússon. Þær voru fínar í sjálfu sér. Ólíkar raddir fengu hver sitt vægi og heildarhlutföllin í raddsetningunum voru sannfærandi. En það dugði ekki til. Hljómsveitin spilaði ekki alltaf nægilega vel; t.d. voru ansi margir óhreinir blásturstónar í fyrsta laginu á dagskránni, Hold. Oft var leikur hljómsveitarinnar fremur groddalegur og skorti fágun. Hann var afar lítið í anda mjúkrar og innhverfrar tónlistarinnar, heldur valtaði yfir hana aftur og aftur. Besta lagið var án hljómsveitarinnar Aðeins eitt lag kom vel út í þessum búningi, sem var Öldurót, fyrsta lagið eftir hlé. Kraftmiklir bassatónar, sem kölluð fram mynd af miklum sjávargangi fram í hugann, voru einstaklega heillandi. En langbesta lagið á allri dagskránni var Þennan dag, þar sem Ásgeir Trausti söng bara einn við eigin lipran gítarleik. Slík lög hefðu mátt vera miklu fleiri. Tónlistin þarf ekki svona volduga umgjörð. Hún krefst ekkert annars en örfárra, góðra hljóðfæraleikara. Það sem hér var borið fram olli vonbrigðum. Hljómsveitin var eins og fíll í postulínsbúð og útkoman var ófögur og ekki í neinum takti við inntak hvers lags. Minna er meira Æpandi lýsingin á tónleikunum, sem var í höndum G Orra Rósenkranz, var líka full mikið af því góða. Það var eins og verið væri að troða merkingu hvers lags upp í opið geðið á manni. Maður fékk velgju á tímabili. Ég hlakka til að heyra Ásgeir Trausta undir hógværari kringumstæðum, í umgjörð sem hæfir hrífandi tónlist hans; hún á betra skilið en þetta. Niðurstaða: Tónlistin var falleg og söngurinn himneskur en belgingsleg sinfónfóníuhljómsveitin átti ekki heima þarna. Tónleikar á Íslandi Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hann sjálfur er frábær tónlistarmaður. Kannski mætti finna að því að tónlist hans er öll dálítið keimlík, en sama má reyndar segja um sinfóníurnar eftir Mozart. Ein sinfónía eftir hann á afar margt sameiginlegt með þeirri næstu. Höfundareinkenni tónlistar Ásgeirs Trausta eru sterk, laglínurnar eru einfaldar og grípandi, hljómagangurinn hófsamur, stemningin innhverf. Tónlistin er alltaf falleg, draumkennd, viðkvæm, jafnvel brothætt. Ásgeir Trausti söng líka prýðilega á tónleikunum. Hann hefur bjarta rödd og syngur ekki beinlínis í falsettu, en það er ekki langt frá því. Hann muldrar eilítið orðin, og það er ekkert auðvelt að skilja hann þegar hann syngur. En andrúmsloftið er ávallt grípandi og það er það sem skiptir máli. Þar eru töfrarnir. Sinfó ekki á réttum stað Á tónleikunum var tónlist Ásgeirs Trausta eins og fínleg postulínsdúkka og í samanburðinum var Sinfóníuhljómsveit Íslands eins og einhver hlunkur og eyðilagði þetta allt saman. Með fullri virðingu fyrir hljómsveitinni, sem hefur gert margt frábært á ferlinum og er án efa einn af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs. Við værum villimannaþjóð ef við hefðum ekki sinfóníuhljómsveit. En þarna var hún bara ekki á réttum stað. Hljómsveitarútsetningarnar voru eftir Samúel Jón Samúelsson, Veigar Margeirsson, Harald Vigni Sveinbjörnsson, Fionu Brice, Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur og Þórð Magnússon. Þær voru fínar í sjálfu sér. Ólíkar raddir fengu hver sitt vægi og heildarhlutföllin í raddsetningunum voru sannfærandi. En það dugði ekki til. Hljómsveitin spilaði ekki alltaf nægilega vel; t.d. voru ansi margir óhreinir blásturstónar í fyrsta laginu á dagskránni, Hold. Oft var leikur hljómsveitarinnar fremur groddalegur og skorti fágun. Hann var afar lítið í anda mjúkrar og innhverfrar tónlistarinnar, heldur valtaði yfir hana aftur og aftur. Besta lagið var án hljómsveitarinnar Aðeins eitt lag kom vel út í þessum búningi, sem var Öldurót, fyrsta lagið eftir hlé. Kraftmiklir bassatónar, sem kölluð fram mynd af miklum sjávargangi fram í hugann, voru einstaklega heillandi. En langbesta lagið á allri dagskránni var Þennan dag, þar sem Ásgeir Trausti söng bara einn við eigin lipran gítarleik. Slík lög hefðu mátt vera miklu fleiri. Tónlistin þarf ekki svona volduga umgjörð. Hún krefst ekkert annars en örfárra, góðra hljóðfæraleikara. Það sem hér var borið fram olli vonbrigðum. Hljómsveitin var eins og fíll í postulínsbúð og útkoman var ófögur og ekki í neinum takti við inntak hvers lags. Minna er meira Æpandi lýsingin á tónleikunum, sem var í höndum G Orra Rósenkranz, var líka full mikið af því góða. Það var eins og verið væri að troða merkingu hvers lags upp í opið geðið á manni. Maður fékk velgju á tímabili. Ég hlakka til að heyra Ásgeir Trausta undir hógværari kringumstæðum, í umgjörð sem hæfir hrífandi tónlist hans; hún á betra skilið en þetta. Niðurstaða: Tónlistin var falleg og söngurinn himneskur en belgingsleg sinfónfóníuhljómsveitin átti ekki heima þarna.
Tónleikar á Íslandi Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira