Krakkar trylltir í hrylling! Forlagið 6. nóvember 2023 12:04 Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir ritstörf sín, meðal annars Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana auk þess sem hann hefur verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Gassi Hrollvekjur og hrekkjavökubækur njóta vaxandi vinsælda og eru áberandi í íslenskri barna- og ungmennabókaútgáfu í ár. Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur sendir nú frá sér hrollvekjuna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, með myndum eftir Ara H.G. Yates. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er æsispennandi hrollvekja, sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita. Segja má að Ævar sé ákveðinn frumkvöðull á sviði hrollvekja fyrir börn á Íslandi en auk Skólaslita-bókaflokksins kom Þín eigin hrollvekja út árið 2016, smásagnasöfnin Hryllilega stuttar hrollvekjur og Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur árin 2020 og 2021 og Drengurinn með ljáinn út í fyrra. „Það hefur alltaf verið smá hrollur í því sem ég skrifa, en síðustu árin hef ég markvisst fókusað á þessa annars ágætu bókmenntagrein og hvernig það er hægt að matreiða hana á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir bæði börn og unglinga. Þegar ég gaf út Þína eigin hrollvekju var því hvíslað að mér að börn hefðu engan áhuga á hryllingi, en ég ákvað að taka þeirri áskorun og held ég hafi svo sannarlega afsannað þetta kolranga hvísl,“ segir Ævar. Hann vill samt ekki gangast við því að bera einn ábyrgð á því að íslenskir krakkar virðast trylltir í hrylling en fagnar því að hrollvekjur taki meira pláss í bókahillum krakka. Þá bendir hann líka á mikilvægi þess að fullorðna fólkið virði það. „Ef barnið þitt vill ekki lesa neitt nema hrollvekjur er það ekkert nema frábært. Sama gildir um teiknimyndasögur. Eða Íslendingasögurnar. Skiptir ekki máli hvað það er, svo lengi sem barnið er að lesa. Við fullorðna fólkið eigum alltaf svolítið erfitt með að moka ekki yfir þau bókunum sem við elskuðum þegar við vorum lítil, og það er auðvitað alveg skiljanlegt, en við þurfum líka að virða hvað krakkana langar í raun og veru til að lesa. Fullorðið fólk les ekki bækur sem það hefur ekki áhuga á ef það mögulega kemst hjá því – krakkar eru alveg eins. Ef þau hafa ekki áhuga á bókinni sem þau eru að lesa verður lesturinn þúsund sinnum erfiðari og hugrenningartengslin við lestur neikvæð. Treystum krökkunum til að finna hvað þau langar til að lesa og leyfum þeim það. Þetta er bara eins og með húmor, þú finnur hvað þú fílar,“ segir Ævar. Innsýn í söguþráð Skólaslita 2: Dauð viðvörun Ár er liðið frá því að hópur hugrakkra krakka gjörsigraði veruna sem kallar sig Myrkrið. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða hvað? Þegar hópur unglinga af Reykjanesinu fer í skólaferðalag upp í Borgarfjörð gerir Myrkrið aðra tilraun til að ná völdum – með hræðilegan uppvakningaher í broddi fylkingar. Fljótlega kemur í ljós að enginn er óhultur, allra síst krakkarnir í öftustu rútunni … Persónugallerí bókarinnar er einstaklega litríkt og fjölbreytt: Aðal söguhetjan, Ragnar þekkir einangrun og útskúfun betur en flestir; fyrrum besta vinkona hans, dýravinurinn Klara, er með leyndarmál á bakinu sem er við það að buga hana; handboltahetjan Natalia þorir ekki að taka það pláss sem hún réttilega ætti að taka; rapparinn Jan býst við því að tónlistarferillinn fari á flug á hverri stundu; gúmmítöffarinn Sigurður er aldrei kallaður neitt annað en Meistarinn og langar bara að eiga vini og svo er það hinn dagfarsprúði náttúrufræðikennari Bragi Þór átti ekki einu sinni að vera í þessari blessuðu ferð út á land og langar bara að komast heim. Auk þeirra koma tveir seinheppnir laganna verðir, ormétinn köttur og uppvakningageitur nokkuð við sögu. Frásögnin er fyndin, hröð og spennandi en undir yfirborðinu leynist þó umfjöllun um alvörumál á borð við einmanaleika, jaðarsetningu og útskúfun. Höskuldarviðvörun – hér á eftir fer aðeins meiri innsýn inn í líf sögupersónanna Ævar leggur ævinlega áherslu á fjölbreytileika mannlífsins í bókum sínum. „Krakkar eru allskonar og það er á ábyrgð okkar höfunda að passa að persónurnar okkar séu það líka. Ragnar í Skólaslitum 2 er til dæmis trans strákur og það spilar inn í söguþráð bæði þessarar bókar og þeirrar næstu. Ég er samt mjög meðvitaður um að ég persónulega hef ekki hugmynd um hvernig það er að vera trans, þótt ég sé að skrifa um það. Þess vegna er svo mikilvægt að spyrja, sanka að sér upplýsingum og tala við trans fólk sem er tilbúið að lesa yfir, benda á og hjálpa mér að dýpka karakterinn, söguna og heiminn. „Ekkert um okkur, án okkar,“ finnst mér vera mjög mikilvægur frasi þegar kemur að þessum málum. En höfum samt eitt alveg á hreinu; það að Ragnar sé trans er ekki það eina sem skilgreinir hann. Hann er svo ótalmargt annað, eins og við öll. Og það er lykillinn, það er það sem gerir hann alvöru.“ Myndlýsingarnar gera söguna enn betri Fjöldi glæsilegra litmynda eftir Ara H.G. Yates prýðir bókina og gerir hana eftirminnilega ógeðslega! Þótt nóg sé af blóði og slími á myndunum eru þær líka uppfullar af húmor og sniðugum smáatriðum sem glæða frásögnina enn meira lífi. Það er óvenjulegt að bækur fyrir þennan aldurshóp séu svo ríkulega myndlýstar og það í lit. „Ég er afar ánægður með að hafa fengið svona margar myndir inn í bókina, sem gerir söguna enn betri og bókina eigulegri. Í fullkomnum heimi væru allar barnabækur stútfullar af litamyndum,“ segir Ævar. „Og það sama gildir um unglingabækurnar. Þótt að þú sért orðinn 13 ára þýðir það ekki að þú sért bara allt í einu kominn með ofnæmi fyrir myndum. Stútfyllum allar bækur af myndum, ef það hentar sögunni!“ Talið berst að Ara H.G. Yates sem myndlýsir bókina. „Ari er mikill snillingur,“ segir Ævar. „Við unnum þetta þannig að annaðhvort fékk hann kafla og valdi augnablik úr honum sem hann langaði til að teikna eða ég lýsti fyrir honum í örfáum orðum einhverju ákveðnu sem mig langaði að sjá. Oftar en ekki varð svo úr að textinn elti myndirnar eftir að ég sá hvað Ari var að teikna. Myndirnar gera bókina skemmtilegri en svo skemmir auðvitað heldur ekki fyrir að það er búið að bíta eitt hornið af bókinni, sem fer ekki framhjá neinum,“ segir Ævar en eitt horn var einmitt líka bitið af fyrri bókinni. „Hugur minn er hjá starfsfólki bókasafna sem þarf að plasta þessa bók,“ segir hann að lokum hlæjandi, „en mér skilst að þau hafi öll masterað þetta í fyrra og séu þess vegna hvergi bangin í ár.“ Ævar og Ari margverðlaunaðir Verkefnið Skólaslit, sem nú er orðið að bók, varð til í samstarfi Ævars Þórs og kennsluráðgjafa grunnskólanna á Reykjanesi og birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal á vefnum skolaslit.is. Það hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY á Íslandi og Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar auk þess sem það var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2022. Fyrsta bókin í flokknum, Skólaslit, var tilnefnd til Bókaverðlauna barnanna sem besta íslenska barnabókin. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er 33. bók Ævars Þórs en hann hefur jafnframt skrifað leikrit fyrir útvarp og svið, sjónvarpsþáttaraðir og gert fjölda útvarpsþátta. Í fimm ár í röð, frá 2015–2019, stóð hann fyrir lestrarátaki á landsvísu. Ævar hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir ritstörf sín, meðal annars Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana auk þess sem hann hefur verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Ari Hlynur Guðmundsson Yates er sjálfstætt starfandi teiknari, rithöfundur, grafískur hönnuður og kennari. Hann hefur skrifað og myndlýst fjölda barnabóka og hefur meðal annars hlotið gullverðlaun FÍT fyrir myndlýsingaröð. Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Skólaslit 2: Dauð viðvörun er æsispennandi hrollvekja, sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita. Segja má að Ævar sé ákveðinn frumkvöðull á sviði hrollvekja fyrir börn á Íslandi en auk Skólaslita-bókaflokksins kom Þín eigin hrollvekja út árið 2016, smásagnasöfnin Hryllilega stuttar hrollvekjur og Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur árin 2020 og 2021 og Drengurinn með ljáinn út í fyrra. „Það hefur alltaf verið smá hrollur í því sem ég skrifa, en síðustu árin hef ég markvisst fókusað á þessa annars ágætu bókmenntagrein og hvernig það er hægt að matreiða hana á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir bæði börn og unglinga. Þegar ég gaf út Þína eigin hrollvekju var því hvíslað að mér að börn hefðu engan áhuga á hryllingi, en ég ákvað að taka þeirri áskorun og held ég hafi svo sannarlega afsannað þetta kolranga hvísl,“ segir Ævar. Hann vill samt ekki gangast við því að bera einn ábyrgð á því að íslenskir krakkar virðast trylltir í hrylling en fagnar því að hrollvekjur taki meira pláss í bókahillum krakka. Þá bendir hann líka á mikilvægi þess að fullorðna fólkið virði það. „Ef barnið þitt vill ekki lesa neitt nema hrollvekjur er það ekkert nema frábært. Sama gildir um teiknimyndasögur. Eða Íslendingasögurnar. Skiptir ekki máli hvað það er, svo lengi sem barnið er að lesa. Við fullorðna fólkið eigum alltaf svolítið erfitt með að moka ekki yfir þau bókunum sem við elskuðum þegar við vorum lítil, og það er auðvitað alveg skiljanlegt, en við þurfum líka að virða hvað krakkana langar í raun og veru til að lesa. Fullorðið fólk les ekki bækur sem það hefur ekki áhuga á ef það mögulega kemst hjá því – krakkar eru alveg eins. Ef þau hafa ekki áhuga á bókinni sem þau eru að lesa verður lesturinn þúsund sinnum erfiðari og hugrenningartengslin við lestur neikvæð. Treystum krökkunum til að finna hvað þau langar til að lesa og leyfum þeim það. Þetta er bara eins og með húmor, þú finnur hvað þú fílar,“ segir Ævar. Innsýn í söguþráð Skólaslita 2: Dauð viðvörun Ár er liðið frá því að hópur hugrakkra krakka gjörsigraði veruna sem kallar sig Myrkrið. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða hvað? Þegar hópur unglinga af Reykjanesinu fer í skólaferðalag upp í Borgarfjörð gerir Myrkrið aðra tilraun til að ná völdum – með hræðilegan uppvakningaher í broddi fylkingar. Fljótlega kemur í ljós að enginn er óhultur, allra síst krakkarnir í öftustu rútunni … Persónugallerí bókarinnar er einstaklega litríkt og fjölbreytt: Aðal söguhetjan, Ragnar þekkir einangrun og útskúfun betur en flestir; fyrrum besta vinkona hans, dýravinurinn Klara, er með leyndarmál á bakinu sem er við það að buga hana; handboltahetjan Natalia þorir ekki að taka það pláss sem hún réttilega ætti að taka; rapparinn Jan býst við því að tónlistarferillinn fari á flug á hverri stundu; gúmmítöffarinn Sigurður er aldrei kallaður neitt annað en Meistarinn og langar bara að eiga vini og svo er það hinn dagfarsprúði náttúrufræðikennari Bragi Þór átti ekki einu sinni að vera í þessari blessuðu ferð út á land og langar bara að komast heim. Auk þeirra koma tveir seinheppnir laganna verðir, ormétinn köttur og uppvakningageitur nokkuð við sögu. Frásögnin er fyndin, hröð og spennandi en undir yfirborðinu leynist þó umfjöllun um alvörumál á borð við einmanaleika, jaðarsetningu og útskúfun. Höskuldarviðvörun – hér á eftir fer aðeins meiri innsýn inn í líf sögupersónanna Ævar leggur ævinlega áherslu á fjölbreytileika mannlífsins í bókum sínum. „Krakkar eru allskonar og það er á ábyrgð okkar höfunda að passa að persónurnar okkar séu það líka. Ragnar í Skólaslitum 2 er til dæmis trans strákur og það spilar inn í söguþráð bæði þessarar bókar og þeirrar næstu. Ég er samt mjög meðvitaður um að ég persónulega hef ekki hugmynd um hvernig það er að vera trans, þótt ég sé að skrifa um það. Þess vegna er svo mikilvægt að spyrja, sanka að sér upplýsingum og tala við trans fólk sem er tilbúið að lesa yfir, benda á og hjálpa mér að dýpka karakterinn, söguna og heiminn. „Ekkert um okkur, án okkar,“ finnst mér vera mjög mikilvægur frasi þegar kemur að þessum málum. En höfum samt eitt alveg á hreinu; það að Ragnar sé trans er ekki það eina sem skilgreinir hann. Hann er svo ótalmargt annað, eins og við öll. Og það er lykillinn, það er það sem gerir hann alvöru.“ Myndlýsingarnar gera söguna enn betri Fjöldi glæsilegra litmynda eftir Ara H.G. Yates prýðir bókina og gerir hana eftirminnilega ógeðslega! Þótt nóg sé af blóði og slími á myndunum eru þær líka uppfullar af húmor og sniðugum smáatriðum sem glæða frásögnina enn meira lífi. Það er óvenjulegt að bækur fyrir þennan aldurshóp séu svo ríkulega myndlýstar og það í lit. „Ég er afar ánægður með að hafa fengið svona margar myndir inn í bókina, sem gerir söguna enn betri og bókina eigulegri. Í fullkomnum heimi væru allar barnabækur stútfullar af litamyndum,“ segir Ævar. „Og það sama gildir um unglingabækurnar. Þótt að þú sért orðinn 13 ára þýðir það ekki að þú sért bara allt í einu kominn með ofnæmi fyrir myndum. Stútfyllum allar bækur af myndum, ef það hentar sögunni!“ Talið berst að Ara H.G. Yates sem myndlýsir bókina. „Ari er mikill snillingur,“ segir Ævar. „Við unnum þetta þannig að annaðhvort fékk hann kafla og valdi augnablik úr honum sem hann langaði til að teikna eða ég lýsti fyrir honum í örfáum orðum einhverju ákveðnu sem mig langaði að sjá. Oftar en ekki varð svo úr að textinn elti myndirnar eftir að ég sá hvað Ari var að teikna. Myndirnar gera bókina skemmtilegri en svo skemmir auðvitað heldur ekki fyrir að það er búið að bíta eitt hornið af bókinni, sem fer ekki framhjá neinum,“ segir Ævar en eitt horn var einmitt líka bitið af fyrri bókinni. „Hugur minn er hjá starfsfólki bókasafna sem þarf að plasta þessa bók,“ segir hann að lokum hlæjandi, „en mér skilst að þau hafi öll masterað þetta í fyrra og séu þess vegna hvergi bangin í ár.“ Ævar og Ari margverðlaunaðir Verkefnið Skólaslit, sem nú er orðið að bók, varð til í samstarfi Ævars Þórs og kennsluráðgjafa grunnskólanna á Reykjanesi og birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal á vefnum skolaslit.is. Það hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY á Íslandi og Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar auk þess sem það var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2022. Fyrsta bókin í flokknum, Skólaslit, var tilnefnd til Bókaverðlauna barnanna sem besta íslenska barnabókin. Skólaslit 2: Dauð viðvörun er 33. bók Ævars Þórs en hann hefur jafnframt skrifað leikrit fyrir útvarp og svið, sjónvarpsþáttaraðir og gert fjölda útvarpsþátta. Í fimm ár í röð, frá 2015–2019, stóð hann fyrir lestrarátaki á landsvísu. Ævar hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir ritstörf sín, meðal annars Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana auk þess sem hann hefur verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Ari Hlynur Guðmundsson Yates er sjálfstætt starfandi teiknari, rithöfundur, grafískur hönnuður og kennari. Hann hefur skrifað og myndlýst fjölda barnabóka og hefur meðal annars hlotið gullverðlaun FÍT fyrir myndlýsingaröð.
Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Börn og uppeldi Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira