Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 09:59 Nokkur fjöldi fólks hefur tekið sér stöðu gegnt Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. vísir/Vilhelm Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. „Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49