Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 14:51 Hildur sakar Dag um bókfærslusjónhverfingar. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Í dag fóru fram oddvitaumræður í borgarstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2024 til 2028, eftir að fjárhagsáætlunin var kynnt í ráðhúsinu í morgun. Á kynningunni töluðu fulltrúar meirihlutans um að reiknað sé með afgangi af rekstri A-hluta borgarinnar á næsta ári, ári á undan áætlun og að mikill viðsnúningur hefði orðið í rekstrinum í ár. Í umræðum vakti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, athygli á því að rekstrarniðurstaða borgarsjóðs væri neikvæð sem nemur 4,8 milljörðum króna. „Hér stíga fulltrúar meirihlutans fram og tala um gríðarlegan viðsnúning í rekstri borgarinnar, eins og nær fimm milljarða króna hallarekstur sé eitthvað gamanmál. Þeir segja umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir helstu ástæðu þess að rekstrarniðurstaðan reyndist skárri en áætlun gerði ráð fyrir. Við skulum staldra aðeins við þær fullyrðingar“, sagði Hildur í ræðu sinni. Þar vísaði hún til þess að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 6,1 milljarða króna halla árið 2023, en útkomuspá gerir ráð fyrir 4,8 milljarða króna halla. Hildur rifjaði upp hvernig Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, boðaði fyrir tæpu ári, „einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni“. Hagræðingarkrafa hafi verið sett á öll svið, þeim gert að draga úr launakosnaði og nýjar ráðningarreglur innleiddar svo stemma mætti stigu við starfsmannafjölgun. „En var þessu fylgt eftir? Þegar tölurnar eru rýndar kemur í ljós að launakostnaður jókst um 7,3 milljarða milli ára og rekstrarkostnaður sömuleiðis um 3,9 milljarða. Starfsfólki fækkaði ekki á einu einasta sviði borgarinnar, heldur fjölgaði heilt yfir. Hvaðan sækir Einar þá viðsnúninginn? Hvar eru þessar sögulegu hagræðingar?“, spurði Hildur. Tekjur aukist til muna Hildur benti þá á að tekjur borgarinnar hefðu aukist umtalsvert milli ára. Skatttekjur, framlög Jöfnunarsjóðs og arðgreiðslur hefðu hækkað um nærri 21 milljarð milli ára, en hækkað um 9,1 milljarð frá áætlun. „Það er því ljóst að viðsnúningurinn er ekki fenginn með hagræðingu í rekstri. Nei, hann er fenginn beint úr vösum skattgreiðenda. Hann er fenginn úr auknu útsvari og úr nýjum framlögum ríkisins vegna málaflokks fatlaðs fólk. En hann er líka fenginn með auknum arðgreiðslum úr Orkuveitu og Faxaflóahöfnum, arðgreiðslum sem aukast um tæpan einn og hálfan milljarð frá áætlun. Borgarstjóri gerði auknar arðgreiðslukröfur á þessi mikilvægu innviðafyrirtæki til að plástra eigin hallarekstur. Hann virðist kæra sig kollóttan um þær mikilvægu innviðafjárfestingar sem framundan eru hjá fyrirtækjunum – og hirðir enn síður um þá mótsögn að fara fram á arðgreiðslur umfram áætlanir, hjá Orkuveitu með versnandi afkomu. Ef það er eitt sem einkennir borgarstjóra þá er það þetta: Ef hann finnur tekjutusku þá vindur hann hana.“, sagði Hildur. Sjónhverfingar frekar en hagræðingar Hildur sagði vanda borgarinnar ekki tekjuvanda enda hafi tekjur borgarinnar aukist stöðugt undanliðinn áratug. Vandinn væri mun fremur útgjaldavandi, enda hafi starfsmannafjöldi og rekstrarkostnaður aukist langt umfram lýðfræðilega þróun síðasta áratug. „Að halda því fram að hér hafi átt sér stað einhver viðsnúningur, hvað þá hagræðingar, er í besta falli heimskulegt, í versta falli óheiðarlegt. Maður hreinlega spyr sig hvort þeir félagar, Einar og Dagur, hafi lært bókfærslu í Hogwartz galdraskólanum? Því hér er mun fremur um sjónhverfingar, en hagræðingar, að ræða,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Efnahagsmál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira