Náðu saman með ályktun um vopnahlé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 14:06 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar staðfestir að samkomulag hafi náðst á fundinum í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru allir fundarmenn samþykkir tillögunni en fulltrúi Miðflokksins var ekki viðstaddur fundinn. Píratar, ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þingflokki Samfylkingarinnar, höfðu lagt fram þingsályktun um málið og Viðreisn hafði lagt fram aðra tillögu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook að flokkurinn muni falla frá þingsályktunartillögu sinni til að ná sem breiðastri samstöðu um málið. Hún reiknar með að tillagan verði rædd á þinginu á morgun. Fjallað var um deilur um afstöðu Íslands í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Þar sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands. Meirihluti Íslendinga óánægður Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslunni um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Á dagskrá þingsins á morgun Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis þakkaði nefndarmönnum kærlega fyrir samstarfið við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 15 undir liðnum störf þingsins. „Ég vil þakka háttvirtri utanríkismálanefnd kærlega fyrir samstarfið. Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur varðandi það hversu mikilvægt það er að þessi málamiðlun hafi náðst um þessi mikilvægu skilaboð frá Alþingi Íslendinga. Tillagan, málamiðlunin, byggir efnislega á ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með breytingatillögu Kanada. Það er mikilvægt að Alþingi geti náð saman, allir flokkar þar, um eins erfitt og viðkvæmt mál og um ræðir. Ég hef samkvæmt samtali við hæstvirtan forseta vilyrði fyrir því að málið komist á dagskrá á morgun ef Alþingi samþykkir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar staðfestir að samkomulag hafi náðst á fundinum í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru allir fundarmenn samþykkir tillögunni en fulltrúi Miðflokksins var ekki viðstaddur fundinn. Píratar, ásamt tveimur þingmönnum Vinstri grænna og þingflokki Samfylkingarinnar, höfðu lagt fram þingsályktun um málið og Viðreisn hafði lagt fram aðra tillögu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í færslu á Facebook að flokkurinn muni falla frá þingsályktunartillögu sinni til að ná sem breiðastri samstöðu um málið. Hún reiknar með að tillagan verði rædd á þinginu á morgun. Fjallað var um deilur um afstöðu Íslands í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Þar sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra að enginn ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands. Meirihluti Íslendinga óánægður Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslunni um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Á dagskrá þingsins á morgun Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis þakkaði nefndarmönnum kærlega fyrir samstarfið við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 15 undir liðnum störf þingsins. „Ég vil þakka háttvirtri utanríkismálanefnd kærlega fyrir samstarfið. Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur varðandi það hversu mikilvægt það er að þessi málamiðlun hafi náðst um þessi mikilvægu skilaboð frá Alþingi Íslendinga. Tillagan, málamiðlunin, byggir efnislega á ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með breytingatillögu Kanada. Það er mikilvægt að Alþingi geti náð saman, allir flokkar þar, um eins erfitt og viðkvæmt mál og um ræðir. Ég hef samkvæmt samtali við hæstvirtan forseta vilyrði fyrir því að málið komist á dagskrá á morgun ef Alþingi samþykkir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Ísraelskur fáni í Ráðhúsi Kaupmannahafnar umdeildur Fólki sem átti leið hjá ráðhúsi Kaupmannahafnar í morgun sagðist hafa brugðið við að sjá ísraelskan fána hanga í glugga ráðhússins sem vísar út á H.C Andersensbreiðgötuna, eina mest förnu götu Kaupmannahafnar. 8. nóvember 2023 12:07
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58
Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. 8. nóvember 2023 08:01