Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 9. nóvember 2023 12:04 Brittney og félagar höfðu ekki skoðað tölvupóstinn og voru því að vonum svekkt að koma að lokuðum dyrum lónsins. Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07