Lilja Guðrún leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 16:39 Lilja Guðrún var 73 ára í sumar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona er látin 73 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar Andlát Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar
Andlát Leikhús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira