Fá að sækja dýrin sem verða eftir í skammdeginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 13:13 Þessi köttur var í Grindavík í hádeginu þegar fyrsti hópurinn fékk að fara heim í sjö mínútur. Vísir/vilhelm Fulltrúar dýraverndarfélaga hafa gengið grænt ljós til að sækja þau dýr sem verða eftir í Grindavík í dag þegar fer að dimma. Þetta segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46