ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 15:54 Öryrkjabandalagið lýsti upp höfuðstöðvar bankanna þriggja með nýju merki til að vekja athygli á kjörum öryrkja. ÖBÍ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“ Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“
Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira