Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grindavík Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. nóvember 2023 10:31 Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagsmál Vinnumarkaður Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar. Sumu höfum við enga stjórn á – náttúruöflin eru einfaldlega miklu stærri en við. En annað getum við sannarlega haft áhrif á. Eitt af því er að draga úr áhyggjum fólks í Grindavík af afkomu sinni. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerð til þess. Fólk sem ekki getur sótt vinnu í Grindavík Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu höfum við undanfarna viku unnið að lagafrumvarpi sem hefur það að markmiði að vernda afkomu fólks vegna náttúruhamfaranna í og við Grindavík. Það er gert með því að veita stuðning vegna launa fólks sem starfar í bænum. Frumvarpið tekur til fólks sem ekki getur lengur sótt vinnu á Grindavíkursvæðinu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Ríkið greiðir fjárhæð upp að ákveðnu hámarki sem gengur upp í laun sem atvinnurekandi greiðir. Við vonumst til að með þessu getum við stuðlað að því að allir atvinnurekendur greiði áfram laun. Frumvarpinu er þannig líka ætlað að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks sem er afar mikilvægt. Frumvarpið var samið í samráði við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Fyrir liggur að ríkið og Grindavíkurbær munu áfram greiða starfsfólki sínu á svæðinu laun og frumvarpið nær þannig eingöngu til launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Framlag ríkisins auðveldar fyrirtækjum að greiða fólki laun og það er mikilvægt að atvinnulífið taki þátt eftir bestu getu til að tryggja sem best afkomuöryggi fólks sem starfar í Grindavík. Þess vegna eru í frumvarpinu sett þau eðlilegu skilyrði á fyrirtæki að þau geti ekki greitt út arð fyrir lok febrúar 2025 nema að endurgreiða stuðning stjórnvalda. Dregið úr áhyggjum af afkomu fólks Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun og stuðningurinn geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði, auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir. Reiknað er með að kostnaður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 1-1,5 milljarður á mánuði. Gert er ráð fyrir að lögin gildi út febrúar á næsta ári, en vonandi skýrast aðstæður fólks sem mest á næstu vikum og mánuðum. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar við sjáum hvernig mál þróast, enda erum við enn í atburðarásinni miðri. Mikilvægast einmitt nú er að draga úr áhyggjum fólks af afkomu sinni og lögin eru þýðingarmikil aðgerð til þess. Ríkisstjórnin stendur áfram vaktina Grindvíkingar hafa orðið fyrir fjölþættum áföllum og ég dáist að því hvernig íbúar, stjórnkerfi og fyrirtæki í Grindavík hafa tekist á við þetta gríðarlega stóra og óvelkomna verkefni. Ríkisstjórnin mun áfram standa vaktina með Grindvíkingum. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun