Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Margrét Björk Jónsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 24. nóvember 2023 14:17 Jóhannes Páll Durr hlaut fimm ára fangelsisdóm í Landsrétti í dag. Hann var eini sakborningurinn sem mætti í dómsuppsöguna. Vísir Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu Málið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Hundrað kíló af kókaíni var flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu en voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut níu ára fangelsisdóm. Birgir Halldórsson, 27 ára, hlaut sex og hálfs árs fangelsi, Jóhannes Páll Durr, 28 ára, hlaut fimm ára fangelsisdóm og hinn þrítugi Daði Björnsson hlaut fimm ára fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem mennirnir hafa setið í vegna málsins verður dregið frá refsingunni. Í Héraðsdómi Reykjavíkur hafði Páll fengið tíu ára dóm, Birgir átta ára dóm, Jóhannes fékk sex ára dóm og Daði hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Skipulagt í þaula Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. „Í öllu falli hefðu þeir látið sér það í léttu rúmi liggja og samþykkt að taka þátt í innflutningnum,“ segir í dómnum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á tilvist skipulagðra brotasamtaka í málinu. Þrátt fyrir það var litið til þess við ákvörðun refsingarinnar að mennirnir hafi unnið verkið saman og þeir skipt verkum á milli sín. Brotið hafi verið skipulagt í þaula og ásetningur þeirra einbeittur. Mönnunum er gert að greiða tvo þriðju málskostnaðar málsins. Allur áfrýjunarkostnaður málsins mun greiðast úr ríkissjóði. Ákærum um meint peningaþvætti mannanna var vísað frá dómi. Hefði sætt sig við fjögur til fimm ár Páll Jónsson steig fram í viðtali á Vísi í sumar og sagði sína hlið. Sagði hann dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann væri við það að gefast upp. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og sagði spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Páll sagðist sjá mikið eftir sínum þætti en stóð fastur á því að hann hefði talið að um sex kíló af kókaíni væri að ræða en ekki hundrað. Hefði hann sætt sig við fjögur til fimm ára fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Málið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Hundrað kíló af kókaíni var flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu en voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Páll Jónsson, timburinnflytjandi á sjötugsaldri, hlaut níu ára fangelsisdóm. Birgir Halldórsson, 27 ára, hlaut sex og hálfs árs fangelsi, Jóhannes Páll Durr, 28 ára, hlaut fimm ára fangelsisdóm og hinn þrítugi Daði Björnsson hlaut fimm ára fangelsisdóm. Gæsluvarðhald sem mennirnir hafa setið í vegna málsins verður dregið frá refsingunni. Í Héraðsdómi Reykjavíkur hafði Páll fengið tíu ára dóm, Birgir átta ára dóm, Jóhannes fékk sex ára dóm og Daði hlaut sex og hálfs árs fangelsisdóm. Skipulagt í þaula Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. „Í öllu falli hefðu þeir látið sér það í léttu rúmi liggja og samþykkt að taka þátt í innflutningnum,“ segir í dómnum. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á tilvist skipulagðra brotasamtaka í málinu. Þrátt fyrir það var litið til þess við ákvörðun refsingarinnar að mennirnir hafi unnið verkið saman og þeir skipt verkum á milli sín. Brotið hafi verið skipulagt í þaula og ásetningur þeirra einbeittur. Mönnunum er gert að greiða tvo þriðju málskostnaðar málsins. Allur áfrýjunarkostnaður málsins mun greiðast úr ríkissjóði. Ákærum um meint peningaþvætti mannanna var vísað frá dómi. Hefði sætt sig við fjögur til fimm ár Páll Jónsson steig fram í viðtali á Vísi í sumar og sagði sína hlið. Sagði hann dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði óbærilega og að hann væri við það að gefast upp. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglunnar á málinu harðlega og sagði spillingu ríkja innan fíkniefnadeildarinnar. Páll sagðist sjá mikið eftir sínum þætti en stóð fastur á því að hann hefði talið að um sex kíló af kókaíni væri að ræða en ekki hundrað. Hefði hann sætt sig við fjögur til fimm ára fangelsisvist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00
Grét þegar hann var upplýstur um magn efnanna Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37