Leikmenn Everton láta ekki deigan síga þrátt fyrir stigamissi Siggeir Ævarsson skrifar 25. nóvember 2023 13:00 Sean Dyche er litríkur karakter, svo ekki sé fastar að orði kveðið Vísir/Getty Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir að leikmenn hans séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dæmd af liðinu og þetta mál muni einfaldlega blása bæði leikmönnum og aðdáendum eldmóð í brjóst. Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37