Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:05 Duda mun síðdegis skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir að hann hafi ekki meirihluta. Getty/Mateusz Wlodarczyk Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14