„Enginn góður kostur í stöðunni“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:03 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Vilhelm Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni. Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið. Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Ný mánaðarskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að fólk sé í auknum mæli að gefast upp á óverðtryggðum lánum og flýja í verðtryggð lán. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána jukust mikið á milli mánaða og eru nú um tvöfalt meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir í heimsfaraldrinum. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir þessa þróun hafa verið viðbúna vegna mikilla vaxtahækkana. Frestar vandanum „Ástæðan fyrir því að fólk fer þarna yfir er sú að þegar þú tekur nýtt lán verðtryggt lán eða endurfjármagnar óverðtryggða lánið með verðtryggðu þá lækkar þú greiðslubyrðina. En það er tímabundið, þú greiðir minna í hverjum mánuði vegna þess að þú ert að fresta ákveðnum vanda,“ segir Björn. Fólk sé að greiða hluta af eftirstöðvum og greiði vexti en geyma verðtrygginguna. „Það þýðir að með því að greiða af verðtryggðu láni þá borgarðu vissulega minna á mánuði en lánið verður dýrara þegar uppi er staðið. Þannig þetta er alls ekki ódýrara í heildina þó þetta geti verið var tímabundið.“ Greiða niður skuldir Verðtryggt lán sé alls ekki ódýrara þegar uppi er staðið en ákveðin frestun. „Ég held að það sé ágætt að við viðurkennum það bara að það sé enginn góður kostur í stöðunni og að gömlu lögmálin varðandi skuldir, að það borgi sig þegar uppi er að staðið að reyna greiða eins mikið og við ráðum við núna,“ segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að reyna borga meira inn til að vera ekki að ýta vandamálinu á undan. Til þess séu ýmsar leiðir til dæmis að stytta lánstímann, hafa jafnar afborganir í stað jafnra greiðslna auk þess að leggja séreignasparnað inn á lánið.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01 Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Ábyrgðin hjá eigendum húsnæðis: „Þetta getur ekki gengið svona áfram“ Innviðaráðherra skoraði á eigendur atvinnuhúsnæðis, sem búið er í, að koma því í lag á Alþingi í dag. „Þetta getur ekki gengið svona áfram,“ sagði hann og vísaði til fjölda alvarlegra eldsvoða sem orðið hafa undanfarið. 27. nóvember 2023 21:01
Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27. nóvember 2023 06:30