Bestu leikir ársins: Ævintýraleikir fyrirferðarmiklir á góðu ári Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið 2023 var nokkuð gott þegar kemur að tölvuleikjum. Ansi margir góðir leikir litu dagsins ljós og nokkrir leikir sem fengu áður misjafnar móttökur bættu stöðu sína töluvert. Nokkrir stórir leikir voru gefnir út á þessu ári. Síðasta ár komu einnig út góðir leikin, þó ekkert gífurlega margir. Sjá einnig: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. Baldur's Gate 3 Mér finnst eins og Baldur's Gate 3 þurfi að vera efstur á lista. Leikurinn kom sá og sigraði, þar sem hann naut gífurlegra vinsælda við útgáfu og gerir í raun enn. BG3 er merkilega opinn leikur, sem byggir á kerfi Dungeons & Dragons, en höfundar hans virðast hafa hugsað fyrir nánast öllum þeim heimskulegu hlutum sem spilurum getur dottið í hug að prófa. Í leiknum setja spilarar sig í spor hetju sem þarf að bjarga eigin lífi frá bráðri ógn. Sú barátta vindur þó upp á sig og innan skamms er maður farinn að berjast til að bjarga öllum heiminum. Sjá einnig: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Persónurnar eru sömuleiðis vel skrifaðar og áhugaverðar, auk þess sem talsetning leiksins er einfaldlega framúrskarandi. Starfield Starfield, fyrsta leik Bethesda Studios, sem gerist í nýjum söguheimi í nokkra áratugi, var beðið með mikillar eftirvæntingar. Bethesda er hvað þekktast fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina. Í söguheimi leiksins þurftu menn að yfirgefa jörðina í flýti og komu þeir sér meðal annars fyrir í Alpha Centauri sólkerfinu en þangað komu mennirnir fyrst árið 2156. Þeir hafa svo dreift sér frekar um Vetrarbrautina og skipt sér upp í hinar ýmsu fylkingar. Sjá einnig: Stærsti leikur ársins er ekki sá besti en ég elska hann Starfield fór vel af stað og vakti mikla lukku. Nú hefur hins vegar dregið töluvert úr fjölda spilara og um tíma var Skyrim, sá gamli leikur, spilaður af fleiri en Starfield á Steam. Forsvarsmenn Bethesda segjast þó ekki búnir með Starfield og heita því að bæta hann og bæta við hann á komandi mánuðum og jafnvel árum. Spider-Man 2 Spider-Man 2 tekst einhvern veginn að vera bæði stærri og betri en fyrri leikurinn, sem er mjög sjaldgæft meðal framhaldsleikja. Fyrri leikurinn var frábær og þessi gefur honum ekkert eftir. Í Spider-Man 2 þurfa Köngulóamennirnir tveir, Peter Parker og Miles Morales, enn og aftur að bjarga New York. Sjá einnig: Stærri og í senn betri Spider-Man Saga Spider-Man 2 er góðu og spilunin er einfaldlega framúrskarandi. Bardagakerfið er í fyrsta lagi mjög gott en það að sveifla sér og svífa yfir götum New York-borgar er fáránlega skemmtilegt. Það er vel hægt að spila þennan leik í nokkrar klukkustundir, án þess að fara nokkuð áfram í sögu hans. Hogwarts Legacy Leikurinn Hogwarts Legacy kom manni eiginlega á óvart. Ég bjóst einhvern veginn við hálf slöppum leik en hann er vel heppnaður og auðvelt er að sökkva tugum klukkustunda í hann. Í leiknum setja spilarar sig í spor ungrar nornar eða ungs galdramanns sem fékk þó seint inngöngu í Hogwarts undir lok nítjándu aldar. Fljótt kemur í ljós að spilarar skynja forna galdra sem eru ekki lengur í notkun og dragast þannig inn í umfangsmikla valdabaráttu og læti. Sjá einnig: Upplifðu Hogwarts í allri sinni dýrð Ein af aðalpersónum leiksins er Hogwarts skólinn sjálfur. Það er mjög gaman að fá að upplifa hann sem nemandi í skólanum, þó maður verji merkilega miklum tíma í að drepa fólk, svona miðað við að maður spilar sem fimmtán ára krakki. Star Wars Jedi: Survivor Þó Cal Kestis hefði snúið aðeins of fljótt aftur, vegna þess að Survivor var töluvert gallaður þegar hann kom fyrst út, á Star Wars Jedi: Survivor heima á þessum lista. Þó ekki nema bara fyrir hurðaviðgerðamanninn ákafa, Rick. Sjá einnig: Enn einn góður en ókláraður leikur Mest allt Star Wars stöff er gott stöff. Survivor er hluti af mest öllu þessu stöffi. Hann er gott stöff. Einspilunarleikir í söguheimi Star Wars eru leiðinlega sjaldgæfir og þeim ber að taka fagnandi. Sérstaklega þegar þeir eru góðir, eins og Jedi Survivor er. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Alan Wake 2 Starfsmenn Remedy Entertainment eru merkilega góðir í að gera hryllingsleiki. Það ku hafa tekið þau tíu ár að skrifa söguna fyrir framhald Alan Wake, sem vakti mikla lukku á sínum tíma. Það verður að segjast að þeim virðist hafa tekist þetta verk vel, þar sem AW2 er meðal efstu sætanna á flestum listum leikjamiðla yfir bestu leiki ársins. Cyberpunk 2077: Phantom Liberty Hér er ekki um að ræða leik, heldur aukapakka við leik. Phantom Liberty gerði þó umtalsverðar breytingar á Cyberpunk 2077 og bætti marga af hans helstu göllum. Cyberpunk var mjög umdeildur þegar hann kom út fyrst fyrir jólin 2020. CDPR Red hafa þó lagað leikinn mikið síðan þá og er himinn og haf milli þess hvernig leikurinn var þá og er í dag. Sjá einnig: Nánast nýr leikur og betri Leikurinn er kominn með betra og meira Cyberpunk andrúmsloft og Dogtown og Phantom Liberty angar af Mad max eða Escape from New York. Idris Elba er þarna líka, sem getur eingöngu verið plús. Legends of Zelda: Tears of the Kingdom Legends of Zelda: Tears of the Kingdom er framhald Breath of the Wild sem kom út árið 2017 og er af mörgum talinn einn besti leikur sögunnar. Tears of the kingdom gaf upprunalega leiknum lítið eftir, þó erfitt sé fyrir Nintendo að grípa sömu gæsina tvisvar sinnum. Einhverjir eru þó á því að það hafi tekist og að TOTK sé jafnvel betri en BOTW. Það hafi aldrei verið skemmtilegra að ferðast um Hyrule og bjarga prinsessu, sem virðist sífellt í vandræðum. Diablo IV Blizzard gaf út nýjan Diablo á árinu. Þessi átti að verða sá besti af þeim öllum. Diablo 4 er svokallaður „live service“ leikur sem er stöðugt í vinnslu og þróun og gengur að miklu leyti út á hvað gerist eftir að þú spilar sjálfan leikinn. Óhætt er að segja að þessir leikir hafi ekki verið í náð leikjaspilara undanfarin ár en Diablo 4 tókst að miklu leyti að fara gegn straumnum þar. Hann var tiltölulega full kláraður þegar hann kom út og þykir einkar vel heppnaður. Armored Core VI Fires of Rubicon Ég er ekki viss um að finna megi japanskari leik en Armored Core VI Fires of Rubicon, frá Bandai Namco. Stærðarinnar vélmenni berjast á gífurlegum hraða í háloftunum með alls konar geisla og ljós, um eitthvað töfraefni sem finna má á plánetunni Rubicon 3. Tíu ár eru liðin frá því síðasti leikurinn í seríunni kom út og starfsmenn From Software þykja hafa staðið sig mjög vel, þar sem AC6FOR er skemmtilegur. Assassins Creed Mirage Assassin's Creed Mirage minnir að miklu leyti á eldri leiki Assassin's Creed seríunnar frá Ubisoft. Búið er að draga seglin saman og minnka leikinn, sé hann borinn saman við síðustu leiki í seríunni, sem hafa verið gífurlega stórir. Mirage fjallar um Basim Ibn is'Haq, sem margir ættu að kannast við úr Assassin's Creed Valhalla. Leikurinn gerist á yngri árum Basim í Baghdad á tímum Abbasídaveldisins á níundu öld og byrjar hann sem smáþjófur á götum stórborgarinnar. Sjá einnig: Andi Altaïr svífur yfir vötnum Það var margt vel heppnað við Mirage og tókst starfsmönnum Ubisoft að fanga anda upprunalegu leikjanna frekar vel. Resident Evil 4 Capcom leggur þessa dagana mikið kapp á að endurgera klassíska Resident Evil leiki og það með góðum árangri. Endurgerðu leikirnir eru nefnilega hinir fínustu leikir en Resident Evil 4 frá 2005 er þar engin undantekning. Hann vakti mikla lukku á árinu þar sem okkar allra besti Leon þarf að bjarga dóttur forsetans úr höndum sértrúarsafnaðar á Spáni. Avatar: Frontiers of Pandora Avatar: Frontiers of Pandora, sem kom út í lok árs hefur ekki verið mikið milli tannanna á fólki en hann á þó heima á þessum lista. Spilun leiksins er ekkert framúrskarandi en það sama má ekki segja um útlit hans og andrúmsloft. Ef þig langar að upplifa hvernig það er að vera Na'vi, þá er AFP besta leiðin. Í AFP setja spilarar sig í spor ungs Na'vi sem var handsamaður eða handsömuð af vondum mönnum og til stóð að ala upp sem hermann fyrir menn á Pandóru. Það fer þó ekki eftir áætlun og spilarar þurfa að læra hvað það er að vera Na'vi og sameina fólkið gegn þessum drullusokkum í RDA, eða Resources Development Administration. Sjá einnig: Einstaklega fallegur leikur en á köflum of einsleitur AFP ber þess keim að vera gerður af sömu aðilunum og hafa gert Far Cry leikina í gegnum árin. Hann er fyrstu persónu hasarleikur, þar sem maður beitir boga og byssum af mikilli færni, klifrar og svífur um stóran opinn heim og leysir verkefni fyrir hinar ýmsu fylkingar. Það skín í gegnum leikinn að framleiðendur hans hafa lagt gífurlega mikið í gera hann rétt og gera hann fallegan. Til þess störfuðu þeir með sömu aðilum og komu að hönnun Pandora fyrir Avatar-kvikmyndir James Cameron. Leikjadómar Fréttir ársins 2023 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nokkrir stórir leikir voru gefnir út á þessu ári. Síðasta ár komu einnig út góðir leikin, þó ekkert gífurlega margir. Sjá einnig: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Hér að neðan verða teknir fyrir fimm af þeim leikjum sem vöktu hvað mesta lukku á Leikjavísi árið 2021 og þar fyrir neðan verða fleiri leikir sem gerðu gott mót í ár tíundaðir í engri sérstakri röð og er stiklað á stóru. Listinn er ekki tæmandi. Baldur's Gate 3 Mér finnst eins og Baldur's Gate 3 þurfi að vera efstur á lista. Leikurinn kom sá og sigraði, þar sem hann naut gífurlegra vinsælda við útgáfu og gerir í raun enn. BG3 er merkilega opinn leikur, sem byggir á kerfi Dungeons & Dragons, en höfundar hans virðast hafa hugsað fyrir nánast öllum þeim heimskulegu hlutum sem spilurum getur dottið í hug að prófa. Í leiknum setja spilarar sig í spor hetju sem þarf að bjarga eigin lífi frá bráðri ógn. Sú barátta vindur þó upp á sig og innan skamms er maður farinn að berjast til að bjarga öllum heiminum. Sjá einnig: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Persónurnar eru sömuleiðis vel skrifaðar og áhugaverðar, auk þess sem talsetning leiksins er einfaldlega framúrskarandi. Starfield Starfield, fyrsta leik Bethesda Studios, sem gerist í nýjum söguheimi í nokkra áratugi, var beðið með mikillar eftirvæntingar. Bethesda er hvað þekktast fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina. Í söguheimi leiksins þurftu menn að yfirgefa jörðina í flýti og komu þeir sér meðal annars fyrir í Alpha Centauri sólkerfinu en þangað komu mennirnir fyrst árið 2156. Þeir hafa svo dreift sér frekar um Vetrarbrautina og skipt sér upp í hinar ýmsu fylkingar. Sjá einnig: Stærsti leikur ársins er ekki sá besti en ég elska hann Starfield fór vel af stað og vakti mikla lukku. Nú hefur hins vegar dregið töluvert úr fjölda spilara og um tíma var Skyrim, sá gamli leikur, spilaður af fleiri en Starfield á Steam. Forsvarsmenn Bethesda segjast þó ekki búnir með Starfield og heita því að bæta hann og bæta við hann á komandi mánuðum og jafnvel árum. Spider-Man 2 Spider-Man 2 tekst einhvern veginn að vera bæði stærri og betri en fyrri leikurinn, sem er mjög sjaldgæft meðal framhaldsleikja. Fyrri leikurinn var frábær og þessi gefur honum ekkert eftir. Í Spider-Man 2 þurfa Köngulóamennirnir tveir, Peter Parker og Miles Morales, enn og aftur að bjarga New York. Sjá einnig: Stærri og í senn betri Spider-Man Saga Spider-Man 2 er góðu og spilunin er einfaldlega framúrskarandi. Bardagakerfið er í fyrsta lagi mjög gott en það að sveifla sér og svífa yfir götum New York-borgar er fáránlega skemmtilegt. Það er vel hægt að spila þennan leik í nokkrar klukkustundir, án þess að fara nokkuð áfram í sögu hans. Hogwarts Legacy Leikurinn Hogwarts Legacy kom manni eiginlega á óvart. Ég bjóst einhvern veginn við hálf slöppum leik en hann er vel heppnaður og auðvelt er að sökkva tugum klukkustunda í hann. Í leiknum setja spilarar sig í spor ungrar nornar eða ungs galdramanns sem fékk þó seint inngöngu í Hogwarts undir lok nítjándu aldar. Fljótt kemur í ljós að spilarar skynja forna galdra sem eru ekki lengur í notkun og dragast þannig inn í umfangsmikla valdabaráttu og læti. Sjá einnig: Upplifðu Hogwarts í allri sinni dýrð Ein af aðalpersónum leiksins er Hogwarts skólinn sjálfur. Það er mjög gaman að fá að upplifa hann sem nemandi í skólanum, þó maður verji merkilega miklum tíma í að drepa fólk, svona miðað við að maður spilar sem fimmtán ára krakki. Star Wars Jedi: Survivor Þó Cal Kestis hefði snúið aðeins of fljótt aftur, vegna þess að Survivor var töluvert gallaður þegar hann kom fyrst út, á Star Wars Jedi: Survivor heima á þessum lista. Þó ekki nema bara fyrir hurðaviðgerðamanninn ákafa, Rick. Sjá einnig: Enn einn góður en ókláraður leikur Mest allt Star Wars stöff er gott stöff. Survivor er hluti af mest öllu þessu stöffi. Hann er gott stöff. Einspilunarleikir í söguheimi Star Wars eru leiðinlega sjaldgæfir og þeim ber að taka fagnandi. Sérstaklega þegar þeir eru góðir, eins og Jedi Survivor er. Leikir sem hafa gert gott mót Það voru þó auðvitað fleiri leikir sem nutu mikillar hylli á árinu hvort sem þeir voru teknir fyrir á Leikjavísi eða ekki. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hluta af bestu og vinsælustu leikjum ársins. Leikirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Alan Wake 2 Starfsmenn Remedy Entertainment eru merkilega góðir í að gera hryllingsleiki. Það ku hafa tekið þau tíu ár að skrifa söguna fyrir framhald Alan Wake, sem vakti mikla lukku á sínum tíma. Það verður að segjast að þeim virðist hafa tekist þetta verk vel, þar sem AW2 er meðal efstu sætanna á flestum listum leikjamiðla yfir bestu leiki ársins. Cyberpunk 2077: Phantom Liberty Hér er ekki um að ræða leik, heldur aukapakka við leik. Phantom Liberty gerði þó umtalsverðar breytingar á Cyberpunk 2077 og bætti marga af hans helstu göllum. Cyberpunk var mjög umdeildur þegar hann kom út fyrst fyrir jólin 2020. CDPR Red hafa þó lagað leikinn mikið síðan þá og er himinn og haf milli þess hvernig leikurinn var þá og er í dag. Sjá einnig: Nánast nýr leikur og betri Leikurinn er kominn með betra og meira Cyberpunk andrúmsloft og Dogtown og Phantom Liberty angar af Mad max eða Escape from New York. Idris Elba er þarna líka, sem getur eingöngu verið plús. Legends of Zelda: Tears of the Kingdom Legends of Zelda: Tears of the Kingdom er framhald Breath of the Wild sem kom út árið 2017 og er af mörgum talinn einn besti leikur sögunnar. Tears of the kingdom gaf upprunalega leiknum lítið eftir, þó erfitt sé fyrir Nintendo að grípa sömu gæsina tvisvar sinnum. Einhverjir eru þó á því að það hafi tekist og að TOTK sé jafnvel betri en BOTW. Það hafi aldrei verið skemmtilegra að ferðast um Hyrule og bjarga prinsessu, sem virðist sífellt í vandræðum. Diablo IV Blizzard gaf út nýjan Diablo á árinu. Þessi átti að verða sá besti af þeim öllum. Diablo 4 er svokallaður „live service“ leikur sem er stöðugt í vinnslu og þróun og gengur að miklu leyti út á hvað gerist eftir að þú spilar sjálfan leikinn. Óhætt er að segja að þessir leikir hafi ekki verið í náð leikjaspilara undanfarin ár en Diablo 4 tókst að miklu leyti að fara gegn straumnum þar. Hann var tiltölulega full kláraður þegar hann kom út og þykir einkar vel heppnaður. Armored Core VI Fires of Rubicon Ég er ekki viss um að finna megi japanskari leik en Armored Core VI Fires of Rubicon, frá Bandai Namco. Stærðarinnar vélmenni berjast á gífurlegum hraða í háloftunum með alls konar geisla og ljós, um eitthvað töfraefni sem finna má á plánetunni Rubicon 3. Tíu ár eru liðin frá því síðasti leikurinn í seríunni kom út og starfsmenn From Software þykja hafa staðið sig mjög vel, þar sem AC6FOR er skemmtilegur. Assassins Creed Mirage Assassin's Creed Mirage minnir að miklu leyti á eldri leiki Assassin's Creed seríunnar frá Ubisoft. Búið er að draga seglin saman og minnka leikinn, sé hann borinn saman við síðustu leiki í seríunni, sem hafa verið gífurlega stórir. Mirage fjallar um Basim Ibn is'Haq, sem margir ættu að kannast við úr Assassin's Creed Valhalla. Leikurinn gerist á yngri árum Basim í Baghdad á tímum Abbasídaveldisins á níundu öld og byrjar hann sem smáþjófur á götum stórborgarinnar. Sjá einnig: Andi Altaïr svífur yfir vötnum Það var margt vel heppnað við Mirage og tókst starfsmönnum Ubisoft að fanga anda upprunalegu leikjanna frekar vel. Resident Evil 4 Capcom leggur þessa dagana mikið kapp á að endurgera klassíska Resident Evil leiki og það með góðum árangri. Endurgerðu leikirnir eru nefnilega hinir fínustu leikir en Resident Evil 4 frá 2005 er þar engin undantekning. Hann vakti mikla lukku á árinu þar sem okkar allra besti Leon þarf að bjarga dóttur forsetans úr höndum sértrúarsafnaðar á Spáni. Avatar: Frontiers of Pandora Avatar: Frontiers of Pandora, sem kom út í lok árs hefur ekki verið mikið milli tannanna á fólki en hann á þó heima á þessum lista. Spilun leiksins er ekkert framúrskarandi en það sama má ekki segja um útlit hans og andrúmsloft. Ef þig langar að upplifa hvernig það er að vera Na'vi, þá er AFP besta leiðin. Í AFP setja spilarar sig í spor ungs Na'vi sem var handsamaður eða handsömuð af vondum mönnum og til stóð að ala upp sem hermann fyrir menn á Pandóru. Það fer þó ekki eftir áætlun og spilarar þurfa að læra hvað það er að vera Na'vi og sameina fólkið gegn þessum drullusokkum í RDA, eða Resources Development Administration. Sjá einnig: Einstaklega fallegur leikur en á köflum of einsleitur AFP ber þess keim að vera gerður af sömu aðilunum og hafa gert Far Cry leikina í gegnum árin. Hann er fyrstu persónu hasarleikur, þar sem maður beitir boga og byssum af mikilli færni, klifrar og svífur um stóran opinn heim og leysir verkefni fyrir hinar ýmsu fylkingar. Það skín í gegnum leikinn að framleiðendur hans hafa lagt gífurlega mikið í gera hann rétt og gera hann fallegan. Til þess störfuðu þeir með sömu aðilum og komu að hönnun Pandora fyrir Avatar-kvikmyndir James Cameron.
Leikjadómar Fréttir ársins 2023 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira