Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því Gunnar Dan Wiium skrifar 30. nóvember 2023 12:31 Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi. Rótin sem oft er nefnd sem stöð hins sofandi snáks er jörðin, grunnurinn og öll okkar orka streymir þaðan innan frá. Snákurinn er stöðugleikinn er hann hringar sig en í upprisu framkvæmir hann töfra og kraftaverk þar að segja ef hjólin snúast. Fyrsta hjólið snýr að hvötum og löngunum og mikilvægt er að jafnvægi sé þar því annars gleymum við okkur í efnishyggju og hvötum, úlfurinn hættir að færa okkur inniskóna og breytist í harðstjóra og við missum alla stjórn sem annars manninum er ætlað að hafa. Tilfinningalífið situr í miðsvæðinu og er tengt öndun og meltingu. Þarna sitja draugarnir í hverri einustu sillu og neita að stíga fram í ljósið, þeir nærast á öllu sem þú hefur, þeir breyta gleði í sársauka og ef engin gleði er, rækta þeir sársauka allt um kring og nærast. Þarna hvílir óttinn og kvíðinn og það er ekki fyrr en að snákurinn rís að hjólið fer að snúast og gutlið skolast til og við köstum því út, skortur á súrefni breytist í rými til öndunar og myrkur breytist í ljós. Hjartastöðin er rósin með öll sín óteljandi blöð, þar hvílir samkennd sem sorg, sorg sem í raun er ekkert annað en samkennd. Þar er mennskur söknuður og krafturinn sem breytir hvötum í elsku og þörf til þjónustu og einingar. Á milli hjartans og þriðja augans, innsæis okkar hvílir röddin. Hálstjakran, hún er tjáningin okkar, geta okkar að forma í orð, koma frá okkur því sem hefur verið melt. Ef við erum virk í innsæi sem í grunninn eru tengsl við guðdómlegt eðli alls sem er, þá tölum við af samkennd hjartans og af visku, þá meiða orð okkar engan heldur göfga umhverfið allt í kring. Við tjáum okkur af hugrekki snáksins og aðrir laðast að okkur því við erum heil og sönn, við erum elskuð því við elskum. Í hvirflinum er svæði hjálmsins, geislabaugsins, þarna er uppljómun og tímaleysið, afstöðuleysið, þögnin hvílir í okkur og við hvílum í þögninni og við sjáum tilgang í tilgangsleysinu. Gleði breytist í sorg og sorg verður gleði. Í uppljómun verðum við skyggn, skilvirk og við verðum læknar. Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því, en veistu hvað, bömmerinn er svo dýrmætur og svo er hann er fallegastur allra. Höfundur starfar sem búðakall, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins & svo er hann umboðsmaður.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun