Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 14:16 Taylor Swift segist hafa verið á botninum árið 2016. Nú sjö árum síðar er hún á allra vörum og manneskja ársins hjá TIME. AP Photo/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016. Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira