„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2023 20:01 Hermann AP Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann. Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira