Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. desember 2023 20:49 „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar um ummæli framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Vísir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira