Forsjárdeila ríkasta manns heims og poppstjörnu Jón Þór Stefánsson skrifar 8. desember 2023 21:04 Elon Musk krefst þess að hann verði tímabundið gerður að eina forsjáraðila barnanna. EPA Auðjöfurinn Elon Musk og barnsmóðir hans, tónlistarkonan Grimes, eiga nú í forræðisdeilu um þrjú börn þeirra, sem heita: X AE A-XII, Exa Dark Sideræl, og Tau Techno Mechanicus. Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Mál þeirra snýst meðal annars um hvar sjálf deilan á sér stað, í Kaliforníu-ríki eða Texas-ríki Bandaríkjanna. Business Insider fjallar um málið. Grimes flutti til Kaliforníu í haust og í kjölfarið stefndi Musk henni í Texas, þegar honum varð ljóst að flutningar hennar voru ekki tímabundnir. Grimes brást við og fór í gagnsókn í Kaliforníu. Bent hefur verið á mögulega ástæðu þess að Musk og Grimes deila um í hvaða ríki málið á að fara fram. Meðlagsgreiðslur fyrir þrjú börn eru að hámarki 2760 dollarar á mánuði í Texas, en í Kaliforníu er ekkert lagalegt hámark. Þess má geta að Musk er talinn vera ríkasti maður heims. Business Insider bendir þó á að ekki sé víst að forsjármál þeirra endi með meðlagsgreiðslum. Í áðurnefndri stefnu Grimes kemur fram að þau deili forræði barna sinna til helminga. „Við búum á sitthvorum staðnum, en erum enn saman,“ segir í dómsskjalinu. „Forsjármálið getur þó verið flókið því ég starfa í San Fransisco, en hann í Texas. Við reynum eins og við getum að verja tíma í borgum hvers annars.“ Musk krefst þess í stefnu sinni að Grimes taki börn sín aftur til Texas. Jafnframt krefst hann þess að hann einn verði tímabundið gerður að forsjáraðila barnanna. Business Insider hefur eftir sérfræðingi í forsjármálum að slík krafa sé einkennileg ef ekki eru uppi áhyggjur um hæfni hins einstaklingsins sem foreldri, líkt og ef grunur er um vanrækslu á börnum eða fíkniefnamisnotkun. Í kröfu Musk er lagt til að Grimes fái að hitta börnin aðra hverja helgi, einn mánuð á sumrin og um einhverja hátíðisdaga. Þar að auki leggur hann til að þegar Grimes sé með börnunum verði það alltaf í Travis-sýslu í Texas-ríki. Sérfræðingur Business Insider segir þá tillögu mjög sérstaka þar sem að Grimes myndi annað hvort neyðast til að flytja til Texas, eða vera sífellt á ferðinni.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira