Kenna Sorpu um hærra matarverð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 12:53 Matfugl hefur hingað til keyrt um tvo gáma á dag í Sorpu, með með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi. Nú hefur Sorpa tilkynnt að hætt verði að taka við slíkum úrgangi. Vísir/Sara Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls. Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls.
Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira