Sagðist „alveg við það að drepa þennan hobbita“ rétt fyrir andlátið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 11:10 Steinþór Einarsson, sakborningur í málinu, skoðar gögn áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Á móti honum situr Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari málsins. Vísir Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, lét þau orð falla hálftíma áður en andlátið átti sér stað að hann væri „alveg við það að drepa þennan hobbita“. Þar vísaði hann til Tómasar. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Aðspurður út í ummæli sín sagði Steinþór þau sögð í gríni: hobbitar væri dvergvaxnar verur úr bíómynd. Hann hefði hreinlega verið orðinn þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans og vinkonu sinnar. „Þetta væri hálf illa skipulagt morð ef ég væri að ræða það hálftíma fyrir það,“ sagði hann. „Ég á það til að tala svolítið ýkt.“ Lýsti undanfara atburðanna Í framburði sínum í morgun lýsti Steinþór undanfara átaka þeirra Tómasar. Sjálfur hafi hann gist hjá vinafólki á Ólafsfirði og eiginkona Tómasar komið í heimsókn og verið með sameiginlegri vinkonu þeirra. Steinþór segir að þær hafi verið að drekka nokkuð mikið, en sjálfur hafi hann verið „mest edrú manneskjan á svæðinu“ með því að neyta tveggja glasa af áfengi og reykja kannabisefni. Samkvæmt vitnisburði Steinþórs tók hann sjálfur ekki fullan þátt í gleðinni heldur hafi hann verið inni í herbergi að sinna fjarvinnu. Tómas hafi borið að garði um nóttina til að sækja eiginkonu sína. „Samband þeirra hafði verið stormasamt frá upphafi. Þau voru búin að rífast og eitthvað og það var búið að kalla út lögreglu,“ sagði Steinþór. Eftir það hafi Steinþór verið með eiginkonu Tómasar í eldhúsi hússins og hvatt hana til að drekka vatn. Tómas hafi komið og viljað fá hana heim en Steinþór mælt gegn því. Hún væri búin að ákveða að gista hjá vinkonu sinni og væri ölvuð í þokkabót. Best væri að hans mati að þau myndu ræða málin daginn eftir. Bjóst við kylfu en sá hníf Steinþór segir Tómas hafa tekið því illa. Þá hafi Steinþór kastað einhverju í áttina að honum og Tómas komið askvaðandi að sér og teygt sig í buxnastrenginn. Steinþór hafi búist við því að hann væri að taka upp barefli, jafnvel kylfu, en um hníf hafi verið að ræða. Tómas hafi stungið Steinþór, sem hafi verið sitjandi, í kinnina, en sá síðarnefndi taldi að hann hefði miðað á hálsinn, en honum tekist að víkja sér undan. Steinþór hafi staðið upp og í sömu andrá verið stunginn í fótinn og fallið á Tómas. „Varstu að stinga mig þarna helvítið þitt,“ sagðist Steinþór hafa sagt og beðið eiginkonu Tómasar um að hringja á sjúkrabíl, sem hún hafi gert. Barátta um hnífinn Í kjölfarið hafi barátta þeirra um hnífinn hafist. Svo mætti segja að hún hafi verið meginumfjöllunarefni skýrslutökunnar yfir Steinþóri. Þar var rætt um það hvernig Tómas hafi haldið á hnífnum og beitt honum, hversu miklu valdi Steinþór hafi náð á honum. Steinþór lýsti atvikum málsins þannig að hann hafi náð haldi á blaði hnífsins og reynt að ná honum af Tómasi. Honum hafi tekist að klemma hendi Tómasar í handarkrika sínum. Á einhverjum tímapunkti hafi Steinþór fallið frá Tómasi og hnífurinn skotist frá þeim. Þá hafi Steinþór skriðið í átt að hnífnum og haldið að Tómas kæmi á eftir sér, en svo reyndist ekki vera. Hann lá í gólfinu og var síðar úrskurðaður látinn. Bjóst ekki við því að Tómas hefði dáið „Ég komst síðan að því að hann hefði dáið. Ég bjóst engan vegin við því,“ sagði Steinþór, sem taldi að mikið blóð sem var á vettvangi væri úr sér. Þrátt fyrir að Steinþór hafi sagst vera þreyttur á ofbeldi Tómasar í garð eiginkonu hans sagði hann hegðun Tómasar þessa nótt hafa komið sér á óvart. Hann hafði einungis séð hann reiðan einu sinni áður. „Hann var í einhverjum ham,“ sagði Steinþór í framburði sínum. Jafnframt svaraði Steinþór játandi þegar hann var spurður hvort hann hafi óttast um líf sitt. „Um leið og ég fattaði að þetta væri hnífur en ekki kylfa, þá skildi ég að hann ætlaði að drepa mig.“ Hlé var gert á aðalmeðferðinni fyrir hádegi vegna vettvangsferðar dómara með aðilum máls til Ólafsfjarðar. Þar stendur til að skoða vettvang málsins. Aðalmeðferðinni verður svo framhaldið eftir hádegi.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira