Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 07:30 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan. Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan.
Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira