Félagsfundur boðaður: Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. desember 2023 09:52 Noa Kirel söng fyrir hönd Ísrael í Eurovision í fyrra. Hún endaði í þriðja sæti. Getty/Aaron Chown Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, FÁSES, hefur boðað til félagsfundar til þess að ræða ályktun félagsins um þátttöku Ísrael í Eurovision. Ósætti ríkir meðal hluta félagsmanna vegna afstöðuleysis félagsins. Greint er frá fundarboðinu í færslu á vef FÁSES. Þar segir að fundurinn verði haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember. Umræðuefnið verður ályktun stjórnar FÁSES sem samþykkt var fyrir helgi. Þar kom fram félagið tæki ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024 en hvatt hefur verið til sniðgöngu vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna átaka þeirra og Palestínumanna. „Kjósi RÚV að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins,“ segir í ályktuninni. Ályktunin vakti litla kátínu meðal nokkurra meðlima FÁSES og hófust miklar umræður um málið inni á Facebook-hópnum Júróvisjón 2024 en það er hópur fyrir alla aðdáendur keppninnar. Inga Auðbjörg K. StraumlandAðsend „Hver er munurinn á Ísrael og Rússlandi en eins og kemur fram í fréttinni vildi Fáses að Rússlandi yrði vikið úr keppninni á sínum tíma,“ skrifaði einn meðlima í hópinn. Inga Auðbjörg Straumland, formaður stjórnar Siðmenntar, birti einnig færslu þar sem hún segir það miður að FÁSES vilji ekki taka afstöðu í málinu. Hún óskaði eftir því að haldinn væri félagsfundur til að ræða málið frekar. Hún fékk ósk sína uppfyllta. „Blíðu og stríðu“ stingur í augun Inga tjáir sig um ályktunina í umræðum um málið á Facebook. „Stjórnin hefur nú birt ályktun sína á vef sínum og um leið og ég skil að hér eru sjálfboðaliðar sem bjóða sig fram til forystu í félagi sem aðallega snýst um glimmer og gleði, þá verð ég að viðurkenna að ályktunin veldur mér talsverðum vonbrigðum,“ segir Inga. „Mér finnst ekki við hæfi að nota orðalag eins og blíðu og stríðu í tilfelli þar sem verið er að framkvæma þjóðarmorð.“ Þá finnist henni undarlegt að segjast „virða afstöðu félaga til málsins“. „Hver er afstaðan sem stjórn segist virða? Virðir hún allar afstöður allra félaga? Það er hægt að virða fólk og rétt þeirra til að hafa alls konar afstöðu, en það er ekki mjög heillavænlegt að virða afstöðu út í loftið; afstöður sem geta falið í sér stuðning við ofbeldi og ofríki,“ segir Inga. Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Henni finnist mjög miður að stjórn FÁSES taki ekki afstöðu með mannréttindum, og sláist í lið þeirra sem skora á RÚV að nota röddina sína á alþjóðavettvangi. Þá finnur hún frekar að texta á vef FÁSES þar sem fjallað er um ályktunina. Þar segir „að baki þessum ályktunum liggur það sjónarmið að í FÁSES er að finna breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir.“ Inga segir ekki beinlínis vera skoðun hvort það sé heppilegt að börn séu myrt eða ekki. „Vissulega á félagið að geta rúmað fólk með ólíkar skoðanir, og ef við værum að ræða hvort það ætti að vísa bæði Palestínu og Ísrael úr keppni, eða bara annarri þjóðinni, þá værum við mögulega að ræða pólitík. En staðreyndin er sú að bara önnur þjóðin fær að taka þátt í keppninni, því bara önnur þjóðin nýtur sjálfstæðis og mannréttinda. Það er dregur enga flokkspólitíska línu að krefjast þess að ríki sem framkvæmir fjöldamorð á börnum fái ekki að bleikþvo sig með popplagi fyrir allra augum.“ Hún sjái ekkert í samþykktum félagsins sem heimili ekki stjórn eða félagsfundi að álykta gegn mannréttindabrotum. Hún hvetur til þess að FÁSES geri það með skýrum hætti, en ekki óljósum friðarboðskap. Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Greint er frá fundarboðinu í færslu á vef FÁSES. Þar segir að fundurinn verði haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 20. desember. Umræðuefnið verður ályktun stjórnar FÁSES sem samþykkt var fyrir helgi. Þar kom fram félagið tæki ekki afstöðu til áskorana um sniðgöngu Eurovision 2024 en hvatt hefur verið til sniðgöngu vegna þátttöku Ísrael í keppninni vegna átaka þeirra og Palestínumanna. „Kjósi RÚV að senda fulltrúa á Eurovision 2024 mun FÁSES, eins og hin fyrri ár, standa þétt að baki íslenska framlaginu. Stjórn FÁSES virðir afstöðu félaga til málsins,“ segir í ályktuninni. Ályktunin vakti litla kátínu meðal nokkurra meðlima FÁSES og hófust miklar umræður um málið inni á Facebook-hópnum Júróvisjón 2024 en það er hópur fyrir alla aðdáendur keppninnar. Inga Auðbjörg K. StraumlandAðsend „Hver er munurinn á Ísrael og Rússlandi en eins og kemur fram í fréttinni vildi Fáses að Rússlandi yrði vikið úr keppninni á sínum tíma,“ skrifaði einn meðlima í hópinn. Inga Auðbjörg Straumland, formaður stjórnar Siðmenntar, birti einnig færslu þar sem hún segir það miður að FÁSES vilji ekki taka afstöðu í málinu. Hún óskaði eftir því að haldinn væri félagsfundur til að ræða málið frekar. Hún fékk ósk sína uppfyllta. „Blíðu og stríðu“ stingur í augun Inga tjáir sig um ályktunina í umræðum um málið á Facebook. „Stjórnin hefur nú birt ályktun sína á vef sínum og um leið og ég skil að hér eru sjálfboðaliðar sem bjóða sig fram til forystu í félagi sem aðallega snýst um glimmer og gleði, þá verð ég að viðurkenna að ályktunin veldur mér talsverðum vonbrigðum,“ segir Inga. „Mér finnst ekki við hæfi að nota orðalag eins og blíðu og stríðu í tilfelli þar sem verið er að framkvæma þjóðarmorð.“ Þá finnist henni undarlegt að segjast „virða afstöðu félaga til málsins“. „Hver er afstaðan sem stjórn segist virða? Virðir hún allar afstöður allra félaga? Það er hægt að virða fólk og rétt þeirra til að hafa alls konar afstöðu, en það er ekki mjög heillavænlegt að virða afstöðu út í loftið; afstöður sem geta falið í sér stuðning við ofbeldi og ofríki,“ segir Inga. Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn Henni finnist mjög miður að stjórn FÁSES taki ekki afstöðu með mannréttindum, og sláist í lið þeirra sem skora á RÚV að nota röddina sína á alþjóðavettvangi. Þá finnur hún frekar að texta á vef FÁSES þar sem fjallað er um ályktunina. Þar segir „að baki þessum ályktunum liggur það sjónarmið að í FÁSES er að finna breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir.“ Inga segir ekki beinlínis vera skoðun hvort það sé heppilegt að börn séu myrt eða ekki. „Vissulega á félagið að geta rúmað fólk með ólíkar skoðanir, og ef við værum að ræða hvort það ætti að vísa bæði Palestínu og Ísrael úr keppni, eða bara annarri þjóðinni, þá værum við mögulega að ræða pólitík. En staðreyndin er sú að bara önnur þjóðin fær að taka þátt í keppninni, því bara önnur þjóðin nýtur sjálfstæðis og mannréttinda. Það er dregur enga flokkspólitíska línu að krefjast þess að ríki sem framkvæmir fjöldamorð á börnum fái ekki að bleikþvo sig með popplagi fyrir allra augum.“ Hún sjái ekkert í samþykktum félagsins sem heimili ekki stjórn eða félagsfundi að álykta gegn mannréttindabrotum. Hún hvetur til þess að FÁSES geri það með skýrum hætti, en ekki óljósum friðarboðskap.
Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44 Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27 Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Skora á RÚV og vilja Ísrael út Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 12. desember 2023 08:44
Vilja að Ísrael verði vikið úr Eurovision Hátt í sjö þúsund manns hafa skorað á Ríkisútvarpið að neita þátttöku í Eurovision nema Ísrael verði vísað úr keppni. Útvarpsstjóri hefur sagt að ekki standi til að Ísland dragi sig úr keppni í mótmælaskyni. Almenningur virðist nokkuð sammála um að Ísrael eigi ekki að fá að keppa. 11. desember 2023 19:27
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36