Furðuleg og ósanngjörn staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:53 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“ Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“
Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10