Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2023 08:00 Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá. Einhverjum finnst orðið nóg um afskipti lýðræðisríkja af átökum sem geisa um allan heim. Okkur þingmönnum berast daglega áköll hvaðanæva að um stuðning sem varðar líf eða dauða. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs láta engan ósnortinn og undanfarið hafa augu okkar skiljanlega verið á þeim. Viðbótarframlög Íslands til flóttamannaaðstoðar Palestínu vegna átakanna setja Ísland í hóp stærstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Siðgæðislögreglan í Íran sem barði nýlega unga konu, Mahsa Amini, til dauða fyrir ranga notkun á höfuðslæðu, er farin að láta aftur til sín taka. Og fjölskyldu hennar var meinað að ferðast til Frakklands til að þiggja mannréttindaverðlaun ESB. Staða kvenna í Afghanistan fer sífellt versnandi, þótt ótrúlegt megi virðast. Það eru lítil takmörk fyrir hugmyndaauðgi í þeim efnum. Og afganska þjóðin sveltur heilu hungri ofan á ofríkið. Úgandamenn senda okkur áköll vegna ofsókna hinsegin samfélagsins sem áfram er þrengt að. Ný löggjöf í Úganda gengur lengst á heimsvísu í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Og um liðna helgi var lítil klausa í Morgunblaðinu um neyð 25 milljón manna í Súdan, neyð vegna viðvarandi stríðs í landinu, stríðs sem hjálparstarfsmenn kalla „gleymda stríðið“. Hvað eigum við friðsæl velmegunarþjóð að gera? Er mögulegt að hjálpa öllum? Er siðferðilega verjandi að segja úllen-dúllen-doff við neyð annarra og velja þannig þá sem við hjálpum? Það er farið að molna undan stuðningi við Úkraínu og það er mikið í húfi. Við megum ekki láta undan síga og þurfum að standa áfram þétt að baki Úkraínu. Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld séu ekki eftirbátur Norðurlandanna í þeim efnum. Við munum gjalda fyrir það dýru verði. Takist Rússum að leggja undir sig þetta land er leiðin vörðuð fyrir önnur lönd sem Pútín hefur sagt að eigi að lúta stjórn Rússa. Og til að svara spurningunum þá eigum við að gera allt sem við getum - meira en ekki minna - til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Hvar sem þeir eru staddir. Það er siðferðileg skylda okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun