Ódýr og örugg orka til heimila kemur orkuskorti ekkert við Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 12. desember 2023 18:01 Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stórnotendur raforku koma nú fram í fjölmiðlum og mótmæla nauðsynlegu frumvarpi um forgang heimilanna að öruggri raforku á hóflegu verði. Tala um afturför, miðstýringu, brot á samkeppnislögum og neyðarástand vegna orkuskorts. Þessi orkufreku fyrirtæki eru á móti því að tryggja heimilum og litlum fyrirtækjum brot af allri raforkunni af sameiginlegri orkuauðlind í eigu þjóðarinnar. Stórnotendur nýta nú 85 prósent orkunnar. Það er mikið álag á náttúruna. Heimilin nota fimm prósent. Þessar kvartanir hafa ekkert með skort að gera. Það er verið að kalla eftir meðvitaðri ákvörðun um að selja hæstbjóðanda alla raforkuna okkar, alltaf. Við þetta á ekki að una og við þetta geta ekki aðrir en stórnotendur keppt. Náttúran má sín einskis í þessum aðstæðum frekar en fólkið í landinu. Aðgangur að raforku og heitu vatni á sanngjörnu verði er ennþá grundvöllur velsældar okkar og hann ætti að tryggja um ókomna tíð. Því sannarlega er eftirspurnin endalaus. Orkuöryggi heimila og lítilla fyrirtækja gæti horfið á örskotsstundu nái sjónarmið stórnotenda fram að ganga. Um það eru slæm dæmi í nágrannalöndum, til dæmis Noregi þar sem orkuverð til heimilanna sveiflast upp í hæstu hæðir, eftir lögmálum markaðarins, þótt orkuframleiðsla sé gríðarleg. Þetta getur líka gerst hér. Samtökin og fyrirtækin sem mótmæla nú frumvarpi til laga um raforkuöryggi heimila eru Alcoa Fjarðarál, Norðurál, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins, Samál, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, HS orka, Veitur og Orka náttúrunnar. Með því að leggjast gegn orkuöryggi heimilanna setja þau eigin hagnað ofar almannahagsmunum. Landvernd tekur heilshugar undir með forstjóra Landsvirkjunar sem segir að í litlu og lokuðu raforkukerfi, eins og á Íslandi, virki markaðslögmál ekki vel. Þegar skortur sé á orku geti verðið margfaldast. Bráðnauðsynlegt frumvarp orku, umhverfis og auðlindaráðherra, sem tryggir heimilum raforku á hóflegu verði ætti að vera óumdeilt og það kemur orkuskorti ekkert við, þótt ýmsir þingmenn velji að tengja það við meint „neyðarástand“ gagnavera og stóriðju. Lög um trygga og ódýra orku til heimilanna eiga ekki að vera tímabundin, heldur varanleg. Hvernig sem árar í orkumálum landsins, að mati þeirra sem vilja setja bæði fólkið í landinu og náttúruna sjálfa á markaðstorg stórnotenda. Íslendingar lifa ekki við hagstætt veðurfar, en hér er gott að búa við öruggan hita og rafmagn, þótt kaldir vindar næði. Orkan er sameign þjóðarinnar sem á að nýtast varlega í þágu þjóðar og náttúru. Raforkukostnaður er engu að síður stór liður í útgjöldum margra heimila í landinu og ekki er þar á bætandi. Stjórnvöldum ber að standa vörð um náttúru og almenning og forgangsraða í þágu almennings, orkuskipta og starfsemi sem ekki ryksugar upp alla orku sem mögulegt er að framleiða í landinu. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun